Léleg lýsing og mikill snjór gerði flugmönnum erfitt fyrir þegar vélin rann út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 17:55 För eftir hliðarskrið flugvélarinnar á Keflavíkurflugvelli að morgni 10. mars 2018. Myndin er úr skýrslu RNSA. Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lýsingu og snjómokstri var ábótavant á Keflavíkurflugvelli þegar flugvél Icelandair rann út af akbraut eftir lendingu á flugvellinum í mars 2018. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem birt var í gær. Flug TF-FIV kom til lendingar á Keflavíkurflugvelli frá Seattle í Bandaríkjunum að morgni 10. mars 2018. Fram kom í frétt Vísis af málinu á sínum tíma að mikill snjór og lélegt skyggni hefði verið á vellinum og því er einnig lýst í skýrslu rannsóknarnefndar. Þar kemur einnig fram að vélin hafi þurft að fljúga um 20 mínútna biðflug við flugvöllinn þar sem hemlunarskilyrði á flugbrautinni þóttu ekki nógu góð vegna snjókomu. Þá er því lýst í skýrslunni að þegar nefhjól flugvélarinnar hafi verið komið af flugbraut og inn á akbraut hafi flugmaðurinn fundið „hvernig flugvélin byrjaði að renna beint áfram og stefndi vinstra megin út af akbrautinni.“ Flugvélin snerist og hafnaði með nefhjólið utan brautarinnar. Ekki urðu slys á fólki og flugvélin skemmdist ekki. Það er mat RNSA að erfitt hafi verið fyrir flugmennina að sjá akbrautina vegna þess að lýsingu var ábótavant, ljósaskilti voru að einhverju leyti hulin snjó og að ekki var búið að hreinsa snjó af akbrautinni. Þá telur nefndin það líklegt að rýming af flugbrautinni hafi verið gerð heldur seint sökum þessa og því hafi beygjan inn á akbrautina orðið krappari en ella. Þá er það mat RNSA að þar sem flugstjórinn setti hægri knývendi á að fullu hafi flugvélin snúist meira en til stóð, með þeim afleiðingum að hún hafnaði hægra megin og með nefjól utan brautar. Nefndin telur einnig að þegar áhafnir flugvéla sem lentu á undan TF-FIV höfðu upplýst um ástand akbrautarinnar hefði verið rétt að beina ekki fleiri flugvélum þangað heldur að rýma flugbraut þar sem aðstæður voru betri.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira