Stjórnarmaður KSÍ spyr hvort Kolbeinn hafi leikið sinn síðasta landsleik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 00:20 Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni í leiknum á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020 EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Valgeir Sigurðsson, stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, varpar fram þeirri spurningu hvort framherjinn Kolbeinn Sigþórsson eigi enn erindi í íslenska landsliðið. Þetta gerir Valgeir á Twitter þar sem mikil umræða hefur farið fram um landsleikinn í kvöld þar sem karlalið Íslands vann 2-1 sigur á Rúmenum í undanúrslitum í umspili fyrir Evrópumótið í fótbolta næsta sumar. Valgeir var kjörinn í stjórn KSÍ í febrúar 2018. Hann er fyrsti Stjörnumaðurinn til að vera kjörinn í stjórn.Stjarnan Færsla Valgeirs vekur athygli enda fátt neikvætt að finna á samfélagsmiðlinum eftir leik kvöldsins. Sömuleiðis er sjaldgæft að stjórnarmenn KSÍ tjái sig um einstaka leikmenn liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður í leiknum fyrir Alfreð Finnbogason á 75. mínútu. Auk Kolbeins voru framherjarnir Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson og Albert Guðmundsson á bekknum. „Eftir leik: Góður sigurFlag of Iceland LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ sagði Valgeir. Eftir leik: Góður sigur🇮🇸 LandsLIÐ, Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu.— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Ekki stóð á viðbrögðum. Jón Stefán Jónsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, spurði Valgeir hvers vegna hann væri að velta þessu fyrir sér varðandi Kolbein. Af hverju síðasti leikur Kolbeins ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) October 8, 2020 „Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín.“ Það er samkeppni um þessa stöðu. Mögulega er Kolbeinn að missa af lestinni. Vona að ég hafi rangt fyrir mér en set spurningamerki við frammistöðu þessar 20 mín— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 8, 2020 Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, spyr hvort það sé hlutverk stjórnarmanna KSÍ að tísta um einstaka leikmenn á þennan hátt. „Óheppilegt!“ segir Þórður. Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt !— Þórður Einarsson (@doddi_111) October 8, 2020 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, tekur undir með Valgeiri. „Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)“ Mér finnst það bara flott að stjórnarmaður KSÍ þori að seigja sýna skoðun opinberlega, gott að einhverjir þarna inni séu með bein í nefinu til að tjá sig. Fyrir utan það þá hefur Kolbeinn ekkert að gera í landslið lengur miðað við frammistöðu í þessum leik. (Min skodun)— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) October 8, 2020 Kolbeinn er, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliðs Íslands með 26 mörk í 58 leikjum. Stjarna hann skein skært á EM 2016 en hefur átt erfitt uppdráttar síðan vegna meiðsla. Var talið að ferli hans væri mögulega lokið sökum þeirra og missti Kolbeinn af HM í Rússlandi sökum þeirra. Framherjinn er í dag á mála hjá AIK í Svíþjóð. Hann var frá keppni stóran hluta sumars og meiddist svo aftur í upphitun fyrir landsleikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í september. Uppfært klukkan 10:36: „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir Vona að öllu að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland#fotboltinet,“ segir Valgeir í færslu á Twitter í morgun. Stjórnarmaðurinn lifir og lærir🙏🏻Vona að öllu ❤️ að við sjáum Kolla sem allra lengst #fyrirÍsland #fotboltinet— Valgeir Sigurðsson (@ValgeirSigur) October 9, 2020
EM 2020 í fótbolta KSÍ Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira