Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 15:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í tvö löng símaviðtöl á Fox í gær og ummæli hans í þeim báðum hafa vakið mikla furðu. AP/Alex Brandon Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira