Tók upp samfarir í heimildarleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 10:19 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira