Strákarnir hans Helga þeir fyrstu sem ná ekki að vinna San Marinó í sex ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 16:30 Úr leik Liechtenstein og San Marinó í Þjóðadeildinni í gær. getty/Harry Langer San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7. Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
San Marinó gerði markalaust jafntefli við Liechtenstein í Vaduz í riðli 2 í D-deild Þjóðadeildarinnar í gær. Það er ekki í frásögur færandi nema að þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem San Marinó tapar ekki leik. Fyrir leikinn í gær var San Marinó búið að tapa 39 leikjum í röð. It s our first point in six years, to end this historical night on a positive note. Thank you so much for the amazing support tonight. And remember: keep believing and Forza Titani. #lieSMR— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 13, 2020 Helgi Kolviðsson er þjálfari Liechtenstein sem er fyrsta liðið síðan Eistland í nóvember 2014 sem mistekst að vinna San Marinó. Helgi tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að hætta með liðið þegar samningur hans rennur út um áramótin. San Marinó er jafnan talið lélegasta landslið heims og er í 208. og neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Eftir jafnteflið í gær eru landsleikir sem San Marinó hefur ekki tapað ekki lengur teljandi á fingrum annarrar handar. Af þessum sex leikjum sem San Marinó hefur ekki tapað eru þrír gegn Liechtenstein. Eini sigur San Marinó í sögunni kom gegn Liechtenstein í vináttulandsleik 2004. Helgi Kolviðsson svekktur í leiknum í gær.getty/Harry Langer Stigið sem San Marinó fékk í gær er fyrsta stigið sem San Marinó fær á útivelli í keppnisleik síðan liðið gerði 1-1 jafntefli við Lettland í apríl 2001. Eftir leikinn sagði Gary Johnson af sér sem þjálfari Letta. Jafnteflið í gær þýðir jafnframt að Ísland er nú eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni síðan henni var hleypt af stokkunum fyrir tveimur árum. San Marinó hefur alls leikið 168 landsleiki; unnið einn, gert fimm jafntefli og tapað 162. Markatalan er 24-700, San Marinó í óhag. Tveir merkustu leikir San Marinó komu sennilega í undankeppni HM 1994. Liðið gerði þá markalaust jafntefli við Tyrkland og náði svo forystunni gegn Englandi þegar sjónvarpssölumaðurinn Davide Gualtieri skoraði eftir 8,3 sekúndur í leik liðanna í Bologna á Ítalíu. England vann leikinn reyndar, 1-7.
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis San Marínó Liechtenstein Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira