Bjarni telur betra að semja aftur en segja upp tollasamningi við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir áform Íslendinga um aukin útflutning landbúnaðarafurða til Evrópusambandsins, eftir að gerður var tollasamningur við sambandið, ekki hafa gengið eftir. Engin ákvörðun hafi verið tekin um að segja samningnum upp. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í tollasamninga við Evrópusambandið í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Það gerði hann í ljósi viðbragða samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við misbresti á framkvæmd samningsins. En Sigurður Ingi Jóhhannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti þeirri skoðun sinni í blaðagrein að réttast væri að segja upp samningi Íslands við Evrópusambandið um tolla á landbúnaðarvörum í ljósi reynslunnar. Jón Steindór Valdimarsson vildi vita hvort ríkisstjórnin hefði rætt að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið.Vísir/Vilhelm „Hefur þetta komið til tals innan ríkisstjórnarinnar að segja upp þessum samningi. Jafnframt vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins hvort komi til greina að hálfu Sjálfstæðisflokksins að fara í þá vegferð að segja upp þessum tollasamningi,“ sagði Jón Steindór. Fjármálaráðherra sagði að fram hefðu komið almennar ábendingar um að útflutningstölur frá Evrópusambandinu til Íslands væru aðrar en tölur héðan um innflutng frá sambandinu. Þetta væri í skoðun. „Ég tel að það sé alveg ljóst að áform okkar um að nýta tollasamninginn við Evrópusambandið hafi ekki gengið eftir hvað varðar útflutning okkar Íslendinga. Breytingin sem hefur orðið Evrópusambands megin við það að Bretar stigu út úr Evrópusambandinu kallar líka á einhver viðbrögð. Á þessari stundu hefur engin ákvörðun verið tekin um að segja upp þessum samningi af okkar hálfu. Ég tel að það ætti miklu frekar að tala um að reyna að endursemja og reyna að bregðast við því sem breytt er frá því samningurinn var gerður. En í augnablikinu er eingöngu um að ræða óformlegt samráð við alla hagsmunaaðila,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fjármálaráðherra segir í skoðun hvers vegna tölur um útflutning frá Evrópusambandinu til Íslands ber ekki saman við tölur hér á landi við innflutning frá ríkjum sambandsins.Vísir/Vilhelm
Landbúnaður Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00