Ósannindi á bæði borð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 15. október 2020 22:00 Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Fiskeldi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Gunnlaugur Stefánsson segir í grein á visir.is í gær „að Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi.“ Hér er farið rangt með staðreyndir. Leyfin í Noregi eru ótímabundið og eignarleyfi. Það sem greitt var fyrir í Noregi er leyfi fyrir 8.000 tonna árlega framleiðslu um aldur og ævi. Svo er hægt að selja leyfið hvenær sem er. Leyfið til 10.000 tonna árlega framleiðslu á Íslandi , sem Gunnlaugur ber saman við norska leyfið, er til 16 ára. Þá fellur það úr gildi. Þá er það líka rangt að leyfið til Laxa í Reyðarfirði hafi verið gefins. Það er innheimt gjald sem er 20 SDR, um 4000 kr, fyrir hvert framleitt tonn á hverju ári. Fyrir 10 þúsund tonna framleiðslu verður því innheimt 40 milljónir króna á ár í 16 ár. Það verða því um 640 milljónir króna á leyfistímanum. Auk þess eru allnokkur önnur gjöld sem eldisfyrirtæki þurfa að greiða. Kjarni greinar Gunnlaugs er því byggð á ósannindum á bæði borð. Hann ber saman ólík leyfi og heldur ranglega fram að íslensk framleiðsluleyfi séu ókeypis. Það er fyllileg gilt viðfangsefni að ræða hversu mikið eigi að innheimta af arðvænlegri atvinnustarfsemi eins og laxeldi í sjó er. Það má alveg færa rök fyrir aukinni gjaldtöku. En lögin voru endurskoðuð fyrir rúmu ári á Alþingi og þá var ekki mikill ágreiningur um gjaldtökuna. Stjórnarandstaðan lagði til að framleiðslugjaldið yrði 25 SDR í stað 20 SDR sem varð niðurstaðan. Það er allur ágreiningurinn. Ég held að ekki verði mikill stuðningur við að ríkið selji varanleg eignarleyfi eins og gert er í Noregi. En það þekkjum við frá kvótakerfinu í sjávarútvegi að varanleg réttindi eru mörgum sinnum verðmeiri en árleg réttindi. Þetta þarf að hafa í huga þegar borin eru saman ólík leyfi milli landa. Kjarni málsins er sá, sem Gunnlaugur er að reyna að fela, að laxeldi í sjó er mjög arðvænleg starfsemi, kemur til með að auka landsframleiðsluna um hundrað til tvö hundruð milljarða króna á ári, færir ríkinu miklar tekjur, landsmönnum atvinnu, er umhverfisvæn og hefur mjög lágt kolefnisspor. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir eindregið með þessari framleiðslu. Það bjóða ekki aðrir betur. Kristinn H. Gunnarsson
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun