Heldur enn í vonina um myndarlega loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2020 21:42 Loðnan er þarna, við þurfum bara að finna hana, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þriðja árið í röð stefnir í loðnubrest en Hafrannsóknastofnun lagði til í dag að áður útgefinn upphafskvóti yrði afturkallaður. Talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja heldur enn í vonina og hvetur til öflugrar loðnuleitar í vetur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í samfélögum eins og Vestmannaeyjum voru forystumenn í sjávarútvegi farnir að gera sér vonir um 400 þúsund tonna loðnuvertíð í vetur, með 20 til 30 milljarða króna útflutningstekjum, eftir áður útgefinn upphafskvóta. Í dag kom svo bakslagið. Eftir nýafstaðna loðnumælingu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar leggur stofnunin til að engar veiðar verði leyfðar. Drekkhlaðin loðnuskip að koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. „Síðastliðin tvö ár hafa auðvitað verið ótrúleg vonbrigði. Þannig að við fórum vongóð inn í þetta haust, miðað við þann upphafskvóta sem hafði verið gefinn, 170 þúsund tonn. Þannig að, - jú, að sjálfsögðu eru þetta vonbrigði. En úr þessu verður að spila. Og ég held enn í vonina – og töluvert mikla von – um að við fáum myndarlega loðnuvertíð,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hafrannsóknastofnun tekur reyndar fram að hafís á norðanverðu leitarsvæðinu milli Íslands og Grænlands hafi hindrað leit og loðna hafi verið að finnast í námunda við hafísinn. Því gæti verið um vanmat að ræða. „Þá ríður á að við förum í öfluga leit í lok árs, byrjun árs; desember, janúar, febrúar, til þess að finna þessa loðnu. Því hún er þarna. Ég er sannfærð um það,“ segir Heiðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50 Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37 Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þriðja árið í röð sem lagt er til að loðna verði ekki veidd Heildarmagn loðnu í stofnmælingum stofnunarinnar mældist rúmlega milljón tonn. Þar af er mikið af ungloðnu. Hið mikla hlutfall ungloðnu fer gegn viðmiðum hins opinbera. 16. október 2020 15:50
Loðnuleit næstu vikur gæti orðið ávísun á tugmilljarða innspýtingu Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði í dag upp í þriggja vikna loðnuleitarleiðangur. Bjartsýni ríkir í sjávarútvegsgeiranum um komandi loðnuvertíð eftir vonbrigði síðustu ára. 14. september 2020 21:37
Halda enn í vonina um vertíð og blása til nýrrar loðnuleitar Stjórnvöld ákváðu nú síðdegis að ráðast í enn frekari loðnuleit í samstarfi við útgerðir eftir að fréttir bárust af mikilli loðnu í þorski úti fyrir Norðurlandi. 10. mars 2020 20:25