Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 15:30 Karlalandslið Íslands er í baráttu um að komast áfram í næstu umferð forkeppni HM. VÍSIR/BÁRA Ljóst er að landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi, vegna skorts á æfingum og leikjum hjá því landsliðsfólki sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu, þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. Kvennalandslið Íslands heldur til Heraklion á Krít 7. nóvember og karlalandsliðið fer til Bratislava í Slóvakíu tveimur vikum síðar. Liðin leika tvo leiki hvort í sérstökum „búblum“ sem alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA, hefur samið sóttvarnareglur fyrir. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sambandið hafa látið FIBA vita af æfingabanninu sem verið hefur á höfuðborgasvæðinu á Íslandi frá 8. október, og freistað þess að fá leikjunum frestað en án árangurs. Eina landið sem vildi ekki spila í nóvember „Við erum búin að ræða þetta mjög mikið við FIBA, til viðbótar við alla hina fundina sem við höfum verið á undanfarið. FIBA virðist bara ætla að halda því til streitu að vera með þessa „glugga“. Við virðumst vera eina landið sem vill helst ekki spila í nóvember – eyland þar eins og á landakortinu,“ segir Hannes. Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eiga að mæta Búlgaríu að nýju í Grikklandi í nóvember.VÍSIR/BÁRA „Við viljum helst einbeita okkur að því að mótahaldið í hverju landi sé sem eðlilegast, en virðumst ein um það. Þessar „búblur“ kosta okkur líka mikið,“ segir Hannes. Dýrara sé þó að neita að mæta til leiks, eins og einhverjir hafa velt fyrir sér hvort réttast væri að gera: „Ef að við myndum hætta við – neita að spila í nóvember – þá yrði okkur bara hent í neðsta styrkleikaflokk alls staðar, fengjum ekki að vera með aftur fyrr en eftir tvö ár og þyrftum að borga fullt af milljónum í sekt.“ Vilja undanþágu fyrir landsliðsfólk til æfinga Á morgun mega lið á höfuðborgarsvæðinu byrja að æfa að nýju en með ströngum skilyrðum. Til að mynda mega leikmenn ekki kasta bolta á milli sín. Þær reglur gilda til 3. nóvember. Keppni í Dominos-deildunum gæti svo hafist um miðjan nóvember. Það er því ljóst að margir leikmenn kvennalandsliðsins, sem eiga að fara til Krítar 7. nóvember, verða ekki í leikformi eða sínu besta æfingaformi þegar þær halda utan. Hannes segir að sótt verði um undanþágu fyrir landsliðsfólk til að æfa: „Það er næsta skref hjá okkur núna. Við höfum verið að bíða eftir því að vita hvaða reglur tækju gildi á morgun. Því miður hefur vantað mikið upp á allt samráð eins og ég hef verið að „tuða“ yfir. Við verðum að geta vitað hlutina fyrr en á síðustu stundu.“ Karlarnir vonandi byrjaðir að spila fyrir landsleiki Hannes segir vonir standa til þess að búið verði að spila einhverja leiki í Dominos-deild karla þegar karlalandsliðið fer til Slóvakíu, sennilega 21. eða 22. nóvember. Konurnar mæta Slóveníu og Búlgaríu og eru leikirnir hluti af undankeppni EM, þar sem Ísland hefur þegar lokið útileik sínum við Grikkland og heimaleik við Búlgaríu. Undankeppninni á svo að ljúka í febrúar. Efsta liðið kemst á EM og mögulega liðið í 2. sæti en Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og er neðst í riðlinum. Karlarnir eru í forkeppni HM og leika við Lúxemborg og Kósóvó í Slóvakíu, en forkeppninni á svo að ljúka í febrúar. Ísland vann Slóvakíu síðasta vetur en tapaði naumlega fyrir Kósóvó. Tvö lið komast áfram í næstu umferð. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. 9. október 2020 07:01 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Ljóst er að landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi, vegna skorts á æfingum og leikjum hjá því landsliðsfólki sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu, þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. Kvennalandslið Íslands heldur til Heraklion á Krít 7. nóvember og karlalandsliðið fer til Bratislava í Slóvakíu tveimur vikum síðar. Liðin leika tvo leiki hvort í sérstökum „búblum“ sem alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA, hefur samið sóttvarnareglur fyrir. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sambandið hafa látið FIBA vita af æfingabanninu sem verið hefur á höfuðborgasvæðinu á Íslandi frá 8. október, og freistað þess að fá leikjunum frestað en án árangurs. Eina landið sem vildi ekki spila í nóvember „Við erum búin að ræða þetta mjög mikið við FIBA, til viðbótar við alla hina fundina sem við höfum verið á undanfarið. FIBA virðist bara ætla að halda því til streitu að vera með þessa „glugga“. Við virðumst vera eina landið sem vill helst ekki spila í nóvember – eyland þar eins og á landakortinu,“ segir Hannes. Guðbjörg Sverrisdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu eiga að mæta Búlgaríu að nýju í Grikklandi í nóvember.VÍSIR/BÁRA „Við viljum helst einbeita okkur að því að mótahaldið í hverju landi sé sem eðlilegast, en virðumst ein um það. Þessar „búblur“ kosta okkur líka mikið,“ segir Hannes. Dýrara sé þó að neita að mæta til leiks, eins og einhverjir hafa velt fyrir sér hvort réttast væri að gera: „Ef að við myndum hætta við – neita að spila í nóvember – þá yrði okkur bara hent í neðsta styrkleikaflokk alls staðar, fengjum ekki að vera með aftur fyrr en eftir tvö ár og þyrftum að borga fullt af milljónum í sekt.“ Vilja undanþágu fyrir landsliðsfólk til æfinga Á morgun mega lið á höfuðborgarsvæðinu byrja að æfa að nýju en með ströngum skilyrðum. Til að mynda mega leikmenn ekki kasta bolta á milli sín. Þær reglur gilda til 3. nóvember. Keppni í Dominos-deildunum gæti svo hafist um miðjan nóvember. Það er því ljóst að margir leikmenn kvennalandsliðsins, sem eiga að fara til Krítar 7. nóvember, verða ekki í leikformi eða sínu besta æfingaformi þegar þær halda utan. Hannes segir að sótt verði um undanþágu fyrir landsliðsfólk til að æfa: „Það er næsta skref hjá okkur núna. Við höfum verið að bíða eftir því að vita hvaða reglur tækju gildi á morgun. Því miður hefur vantað mikið upp á allt samráð eins og ég hef verið að „tuða“ yfir. Við verðum að geta vitað hlutina fyrr en á síðustu stundu.“ Karlarnir vonandi byrjaðir að spila fyrir landsleiki Hannes segir vonir standa til þess að búið verði að spila einhverja leiki í Dominos-deild karla þegar karlalandsliðið fer til Slóvakíu, sennilega 21. eða 22. nóvember. Konurnar mæta Slóveníu og Búlgaríu og eru leikirnir hluti af undankeppni EM, þar sem Ísland hefur þegar lokið útileik sínum við Grikkland og heimaleik við Búlgaríu. Undankeppninni á svo að ljúka í febrúar. Efsta liðið kemst á EM og mögulega liðið í 2. sæti en Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa og er neðst í riðlinum. Karlarnir eru í forkeppni HM og leika við Lúxemborg og Kósóvó í Slóvakíu, en forkeppninni á svo að ljúka í febrúar. Ísland vann Slóvakíu síðasta vetur en tapaði naumlega fyrir Kósóvó. Tvö lið komast áfram í næstu umferð.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. 9. október 2020 07:01 KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
Segir að samráð við íþróttahreyfinguna hafi vantað í síðustu aðgerðum Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að óvissa ríki með framhaldið innan körfuboltans eins og annarra íþrótta vegna kórónuveirunnar en allt íþróttastarf hefur verið sett á ís. 9. október 2020 07:01
KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. 7. október 2020 19:09