Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 09:30 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger mætast að nýju næsta þriðjudag. Vísir/Vilhelm Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. Ísland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli fyrir mánuði en hafa unnið aðra leiki sína í keppninni. Svíþjóð er því með 16 stig eftir 6 leiki en Ísland með 13 eftir 5 leiki. Ef liðin gera aftur 1-1 jafntefli á þriðjudaginn og vinna aðra leiki sína (Ísland á eftir útileiki við Ungverjaland og Slóvakíu) mun markatala ráða því hvaða lið nær efsta sæti. Með því að vinna Lettland 7-0 í gær er Svíþjóð með +30 í markatölu. Ísland, sem vann Lettland 9-0 í síðasta mánuði, er með +19 í markatölu. Ellefu mörkum munar því en Ísland á leik til góða. „Núna erum við með ellefu mörkum meira en Ísland svo við höfum búið okkur til góðan markamun. Við gerðum sjö mörk í dag en miðað við yfirburðina sem við höfðum þá hefði maður viljað fleiri mörk,“ sagði Peter Gerhardsson þjálfari Svía við SVT. Hvert mark og stig skiptir líka máli fyrir liðið sem endar neðar Ef Ísland og Svíþjóð gera 0-0 jafntefli í Gautaborg, en enda jöfn að stigum í riðlinum, endar Svíþjóð ofar vegna fleiri marka skoraðra á útivelli í innbyrðis leikjum liðanna. Að sama skapi yrði Ísland ofar ef liðin yrðu jöfn að stigum, geri þau 2-2 eða 3-3 jafntefli og svo framvegis. Markatalan getur skipt miklu máli fyrir liðið sem endar í 2. sæti riðilsins, sem og hvert stig sem safnast í sarpinn. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti í undanriðlunum níu komast nefnilega beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil. Sem stendur er Ísland með þriðja besta árangurinn af þeim liðum sem eru í 2. sæti síns riðils, og því í augnablikinu á leiðinni á EM í Englandi en mikið vatn á eftir að renna til sjávar.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40 Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Skoruðu sjö í síðasta leiknum fyrir úrslitaleikinn gegn stelpunum okkar Svíþjóð lenti í engum vandræðum með Letta í riðli okkar Íslendinga fyrir undankeppni EM 2021 í knattspyrnu. 22. október 2020 18:40
Sara klár í slaginn þegar Svíaleikurinn nálgast Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnarsdóttir, er búin að jafna sig á meiðslum í hásin. 15. október 2020 16:13