Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen fagna marki Söru BJarkar sem var dæmt af í leiknum á móti Svíþjóð. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020 EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið við æfingar í Gautaborg síðustu daga en liðið er að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik við Svíþjóð í undankeppni EM. Ísland mætir heimakonum í Svíþjóð einmitt í Gautaborg á þriðjudaginn í næstu viku en þetta er óopinber úrslitaleikur um sigur í riðlinum og um leið sæti í úrslitakeppni EM. Glódís Perla Viggósdóttir hefur ekki fundið fyrir kórónuveirunni eins og margir leikmenn íslenska liðsins. Glódís Perla er að spila með Rosengård í sænsku deildinni og þar hafa æfingar og leikir verið í fullum gangi síðan íslenska landsliðið kom síðast saman. Leikmennirnir sem spila heima á Íslandi hafa aftur á móti ekki getað æft neitt saman og hafa þurft að halda sér í formi upp á sitt einsdæmi síðustu vikur. View this post on Instagram Preparations have started for our match against on Tuesday in the @uefawomenseuro qualifiers #LeiðinTilEnglands #dottir A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on Oct 21, 2020 at 7:44am PDT Knattspyrnusamband Íslands ákvað því að fara þremur dögum fyrr með íslenska liðið út til að stelpurnar heima á Íslandi gætu æft í lengri tíma í aðdraganda leiksins. „Við erum mjög sáttar með að hafa getað komist aðeins fyrr til Svíþjóðar og fengið aukadaga. Stelpurnar sem eru að koma frá Íslandi hafa ekki getað æft neitt af viti seinustu vikur. Það er því mjög jákvætt að við séum búnar að fá auka þrjá daga,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Twitter síðu Knattspyrnusambands Íslands. Íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Svíþjóð í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum og áttu alveg eins skilið að fá meira út úr þeim leik. Þær ætla að nýta sér það sem gekk vel í þeim leik. „Við erum að reyna að skoða leikinn okkar sem við spiluðum við þær heima og taka það úr honum sem gekk vel í lok fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik. Við ætlum að reyna að taka það með okkur inn í næsta leik og keyra svolítið yfir það,“ sagði Glódís Perla en það má sjá viðtalsbrotin hér fyrir neðan. 2/2,,Við munum skoða leikinn okkar sem við spiluðum heima og taka með það sem gekk vel."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/fqPi8reJ2S— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2020
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira