Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2020 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Í gær greindust 58 með kórónuveiruna innanlands, þar af voru 45, eða 78 prósent, í sóttkví. Af þeim er talsverður fjöldi sem smitast hefur á heilbrigðisstofnunum. Af þeim sem hafa smitast á heilbrigðisstofnunum síðustu daga, svo vitað sé, eru flestir, eða tuttugu og níu, á Landakoti. Tíu hafa smitast á Reykjalundi, tveir á Sólvöllum á Eyrarbakka og einn á Vogi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að fleiri innan þessara heilbrigðisstofnana eigi eftir að greinast. „Mér sýnist að smitið sé upprunnið út frá smiti hjá starfsmanni eða starfsmönnum sem hafa mætt í vinnu veikir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Þórólfur telur að málið sýni fram á mikilvægi þess að fólk sem er veikt mæti ekki til vinnu, og að yfirmenn á vinnustöðum ítreki við sitt starfsfólk að mæta ekki veikt til vinnu og fara í sýnatöku. Hann segir þá mikilvægt að allir hugi að einstaklingsbundnum sóttvörnum, noti viðeigandi hlífðarbúnað og annað slíkt. Hann segir þá að aukning smita hjá viðkvæmum hópum samfélagsins geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. „Þetta sýnir bara það að geta heilbrigðiskerfisins og spítalakerfisins er ákveðnum takmörkunum háð og það þarf ekki mikið til til þess að yfirkeyra svona stofnun eins og til dæmis Landspítalann. Við höfum verið að benda á það að þess vegna erum við að beita þessum hörðu samfélagslegu aðgerðum.“ Segir ljós að finna í fréttum undanfarinna daga Þórólfur segir þó ljósan punkt að finna í fréttum síðastliðinna daga af framgangi faraldursins hér á landi. „Það að við erum á nokkuð góðu róli með þessu samfélagslegu smit. Ef við tökum þetta hópsmit á Landakoti út, og það er ekki mjög líklegt að það smiti mikið út frá sér, þá erum við með tæplega 30 samfélagsleg smit í gær, sem maður hefði verið ánægður með út af fyrir sig,“ segir Þórólfur. Hann segir þá afar jákvætt að af þeim sem greinast séu tæplega 80 prósent í sóttkví. „Það er líka jákvætt um það að hægt sé að ná fyrr tökum á þessu. Það þarf að horfa á þetta svona,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00
Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn Reykjalundar með veiruna Fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Tveir starfsmenn Reykjalundar greindust í gær með veiruna og störfuðu þeir báðir á sólarhringsdeild Reykjalundar, Miðgarði. 24. október 2020 22:41
Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12