Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 12:59 Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gunnvarar. Vísir/Hafþór Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur trausts stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. Þetta segir í svari Kristjáns G. Jóhannssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, við fyrirspurn Bæjarins besta á Ísafirði. Fram kom á Vísi í morgun að lögreglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Framundan eru samtöl við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. „Það hefur enginn verið sakaður um einhver brot. Miðað við það sem hefur komið fram í fjölmiðlum þá er nauðsynlegt að heyra í mannskapnum og sjá hvað kemur út úr því,“ sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu í morgun. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákveðið að taka til rannsóknar atvik er varðar Covid-19 smit áhafnameðlima um borð...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Monday, October 26, 2020 „Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum miðar að því að afla upplýsinga og gagna um þá atburðarás sem varðar þessi smit og veikindi áhafnameðlima. Að svo stöddu hefur enginn réttastöðu sakbornings,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Hluti áhafnarinnar er nú í farsóttahúsi á Holti í Önundarfirði en lögreglan mun ræða við áhöfnina í gegnum síma. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson í höfn á Ísafirði.Vísir/Hafþór Spurður hvaða lagaákvæða lögreglan horfir til vegna málsins segist Karl ekki vilja ræða það að svo stöddu. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Sjávarútvegsráðherra hefur fordæmt viðbrögð útgerðarinnar sem og þingflokkur Vinstri grænna. Framkvæmdastjóri HG sagði fyrirtækið ekki hafa viðhaft rétta verkferla vegna málsins. Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur trausts stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. Þetta segir í svari Kristjáns G. Jóhannssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, við fyrirspurn Bæjarins besta á Ísafirði. Fram kom á Vísi í morgun að lögreglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Framundan eru samtöl við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. „Það hefur enginn verið sakaður um einhver brot. Miðað við það sem hefur komið fram í fjölmiðlum þá er nauðsynlegt að heyra í mannskapnum og sjá hvað kemur út úr því,“ sagði Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu í morgun. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákveðið að taka til rannsóknar atvik er varðar Covid-19 smit áhafnameðlima um borð...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Monday, October 26, 2020 „Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum miðar að því að afla upplýsinga og gagna um þá atburðarás sem varðar þessi smit og veikindi áhafnameðlima. Að svo stöddu hefur enginn réttastöðu sakbornings,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Hluti áhafnarinnar er nú í farsóttahúsi á Holti í Önundarfirði en lögreglan mun ræða við áhöfnina í gegnum síma. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson í höfn á Ísafirði.Vísir/Hafþór Spurður hvaða lagaákvæða lögreglan horfir til vegna málsins segist Karl ekki vilja ræða það að svo stöddu. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Sjávarútvegsráðherra hefur fordæmt viðbrögð útgerðarinnar sem og þingflokkur Vinstri grænna. Framkvæmdastjóri HG sagði fyrirtækið ekki hafa viðhaft rétta verkferla vegna málsins.
Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26
Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. 25. október 2020 12:09
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55
Tjáningin óendanlega verðmætari en starfið um borð 21 árs háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem nær allir smituðust á Covid-19 á þriggja vikna túr, segir hegðun útgerðarinnar í veikindum skipverja í takti við fyrri hegðun gagnvart starfsmönnum hvað öryggi og heilsu starfsmanna snertir. 24. október 2020 22:04