Þjálfari Ísaks segir hann besta leikmann sænsku deildarinnar í langan tíma Runólfur Trausti Þórhallsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 26. október 2020 23:00 Ísak Bergmann hefur gert það gott í Svíþjóð undanfarna mánuði. SVT Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni. Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jens Gustafsson, þjálfari Norrköping, mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli liðs síns gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld. Ræddi hann þar meðal annars hinn unga og efnilega Ísak Bergmann Jóhannesson. Sagði hann að Ísak Bergmann væri besti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinanr síðustu ár. Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann er lykilmaður í liði Norrköping sem situr í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir ungan aldur. Þá er hann orðinn mikilvægur hluti af U21 árs landsliði Íslands. „Ég myndi segja að það séu forréttindi að vinna með honum, það er algjörlega frábært. Hann er leikmaður sem kennir okkur þjálfurum hvað maður kemst langt með því að leggja meira á sig en við jöfum nokkurn tímann séð. Ég held að það smiti út frá sér í hópinn. Við njótum þess að vinna með honum á hverjum degi,“ sagði Gustafsson er hann var spurður út í Ísak Bergmann að leik loknum. Var Jens einnig spurður hvort Ísak sé sá besti sem hann hefur þjálfað, með mesta hæfileika. Jens Gustafsson, manager of IFK Norrköping (@ifknorrkoping) talks about Ísak Bergmann Jóhannesson (@BergmannIsak) pic.twitter.com/4ebznwlzT6— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) October 26, 2020 „Án vafa. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Það eru leikmenn sem eru fljótari, sterkari og svo framvegis en það er þessi hæfileiki hans; Hvað hann leggur hart að sér frá morgni til kvölds. Þar er enginn sem kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ Að lokum var spurt hvort Ísak sé besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Allsvenskan [sænsku úrvalsdeildinni] í langan tíma. „Já, það held ég.“ Í upphafi viðtalsins var meðal annars minnst á það að Liverpool hefði sent mann á leik kvöldsins til að fylgjast með Ísaki. Er Liverpool þar með orðið eitt af fjölmörgum stórliðum Evrópum sem eru að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni.
Fótbolti Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59 Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16 Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Manchester United fylgist með Ísaki: „Gaman að stórlið horfi á mig“ Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hefur heldur betur vakið athygli með frammistöðu sinni með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2020 06:59
Ísak einn af efnilegustu leikmönnum heims að mati The Guardian Ísland á einn fulltrúa á lista The Guardian yfir bestu ungu leikmenn heims fædda árið 2003. 8. október 2020 12:16
Ísak Bergmann undir smásjá Juventus Ítalska stórliðið Juventus fylgdist með Ísaki Bergmanni Jóhannessyni er Norrköping lagði Kalmar af velli í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 14. september 2020 19:15