Maradona grínaðist með „Hendi guðs“ í tilefni sextugsafmælins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 08:31 Markið fræga sem Diego Maradona skoraði með hendi guðs á HM í Mexíkó 1986. Getty/Samsett Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020 HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona heldur upp á stórafmæli á föstudaginn kemur því hann kom í heiminn á 30. október fyrir sextíu árum síðan. Eitt umdeildasta og um leið frægasta mark Diego Maradona á ferlinum var fyrra mark hans á móti Englandi í átta liða úrslitum á HM í Mexíkó 1986. Maradona komst þá upp með að skora með hendinni í úrslitakeppni HM og talaði um það eftir leikinn að það hafi verið hendi guðs sem skoraði markið. Skömmu síðar sólaði Maradona sig í gegnum alla ensku vörnina og skoraði sitt annað mark sem er af mörgum talið vera flottasta mark HM-sögunnar. watch on YouTube Argentína vann síðan Belgíu í undanúrslitunum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum. Maradona tók við bikarnum í mótslok en HM 1986 er talið vera eitt af þeim heimsmeistaramótum sem einn maður komst nálægt því að vinna upp á sitt einsdæmi. Maradona var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum og kom því með beinum hætti að tíu af fjórtán mörkum heimsmeistarana eða 71 prósent markanna. Diego Maradona virðist vera stoltur af því að hafa skorað þetta kolólöglega mark í þessum mikilvæga leik á HM. Hann var í það minnsta tilbúinn að grínast með þetta mark í tilefni stórafmælis síns. Maradona only wants one thing for his 60th birthday pic.twitter.com/uvOxS5vZOs— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Diego Maradona sagði nefnilega bara óska sér eins í afmælisgjöf. Í viðtali við franska blaðið France Football þá talaði um þessa óhefðbundu afmælisósk. Maradona grínaðist nefnilega með það að það eina sem hann óskaði sér væri að skora aftur með hendi guðs á móti enska landsliðinu en fá að nota hina hendina núna. „Mig dreymir um að geta skorað annað mark á móti Englandi en að þessu sinni með hægri hendinni,“ sagði Diego Maradona í viðtalinu við France Football. Maradona hefur margoft varið það að hafa notað hendina og segist þar hafa verið að hefna sín á Englendingum vegna Falklandseyjastríðsins í byrjun níunda áratugarins. We now have detailed statistics for 'The Hand of God' game between Argentina and England at the 1986 World Cup Diego Maradona garnered a perfect WhoScored rating and his iconic goal went down as an aerial duel won Full match centre -- https://t.co/ZiKaRLdEFo pic.twitter.com/a2W9N8BbHV— WhoScored.com (@WhoScored) June 22, 2020
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira