Slegist um ketti í Kattholti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. október 2020 21:01 Þetta er einn af þeim fáu köttum sem eftir eru í Kattholti en hann unir sér vel þrátt fyrir lítið sé um félagsskap. Vísir/Sigurjón Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. Þegar mest er eru um fjörutíu kettir í Kattholti í leit að nýju heimili. Undanfarið hefur staðan hins vegar verið sú að þeir kettir sem komið hafa þangað hafa stoppað stutt við þar sem eftirspurn eftir köttum er mikil. „Mér finnst það vera mjög mikil aukning á að fólk sé að leita sér að köttum núna. Það var þannig í fyrstu bylgjunni að það tæmdust öll búr hjá okkur. Það voru nokkrir dagar þar sem voru engir kettir í heimilisleit sem er bara fyrsta skipti ever í sögu Kattholts. Núna erum við með fjóra ketti í heimilisleit sem er líka sögulegt lágmark. Þannig að fólk er mjög mikið heima við og kannski farið að skrá sig í skóla og svona og vill fá félagsskap,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Hanna Evensen er rekstarstjóri Kattholts.Vísir/Sigurjón Reyna að velja fjölskyldurnar vel Hún segir marga vilja eignast ketti núna og kettlingar séu alltaf vinsælastir. „Það er slegist um hvern kött.“ „Það er bara á öllum facebooksíðum ef það er eitthvað got eða einhverjir kettir til sölu eða leitað að nýjum heimilum þá er bara slegist um þá þar líka.“ Hún óttast ekki að nýjir eigendur losi sig við kettina þegar kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. „Ég vona náttúrlega ekki. Við reynum að velja fjölskyldurnar vel og við erum að taka eftir því að fólk er svo miklu meðvitaðra í dag um kattarhald. Þetta er fjölskyldumeðlimur að koma inn á heimilið. Þetta er ekki bara að fá sætan kettling í smá stund og svo skila honum þegar Covid er búið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Gæludýr Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira