Albert var hógvær í viðtali eftir tveggja marka leikinn í Evrópudeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 09:31 Albert Guðmundsson fagnar öðru marka sinna fyrir AZ Alkmaar á móti Rijeka í Evrópudeildinni í gær. Getty/Ed van de Pol Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson var á skotskónum með AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði þá tvö góð mörk í 4-1 sigri á króatíska liðinu Rijeka. Albert Guðmundsson fékk tækifæri í byrjunarliði AZ Alkmaar um helgina og skoraði þá á móti Den Haag. Hann gerði síðan enn betur í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Þetta var reyndar önnur Evróputvenna Alberts á leiktíðinni því hann skoraði einnig tvö mörk á móti Viktoria Plzen í ágúst í forkeppni Meistaradeildarinnar. AZ Alkmaar fékk Albert Guðmundsson í viðtal fyrir heimasíðu sína eftir leikinn og birti það á Youtube síðu sinni. „Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en ef við eigum að vera gagnrýnir þá vildum við auðvitað halda markinu okkar hreinu og búa til fleiri færi. Í lok dagsins snýst þetta bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert Guðmundsson. „Það er alltaf gott fyrir sóknarmann að skora og gefur manni svolítið aukalega. Það sem skiptir þó mestu máli er að vinna leikina og vonandi getum við nýtt okkur þetta í næsta deildarleik,“ sagði Albert en AZ gerði 2-2 janftefli í hollensku deildinni um síðustu helgi. Nr 1 in Group F#UEL pic.twitter.com/diMQ5PQNv4— AZ (@AZAlkmaar) October 30, 2020 „Það er auðvitað gaman að skora og fólk tekur meira eftir þér þegar þú ert að skora eða leggja upp mörk. Þetta snýst samt bara um að vinna leikinn,“ sagði Albert sem var svolítið í klisjunum í viðtalinu og ætlaði sér greinilega ekki að tala af sér. Hann var á svipuðum nótum þegar hann var spurður út í það hvort markið hann hefði verið ánægðari með. „Öll mörk eru mikilvæg. Bæði mörkin voru frábær af því að ég fékk meiriháttar sendingu frá Midts og sendingin frá Teun var líka mjög góð. Ég verð að þakka liðsfélögunum fyrir þessar sendingar því þær voru mjög góðar,“ sagði Albert en þeir Fredrik Midtsjö og Teun Koopmeiners lögðu upp mörkin hans í gær. „Þetta var mikivægur sigur fyrir okkur og við förum inn í alla leiki til að vinna. Það sýndum við líka þegar við sóttum sigur til Napoli og þar ætluðum við okkur allan tímann að vinna. Vonandi getum við farið að vinna í deildinni líka. Fimm jafntefli er ekki það sem við vorum að vonast eftir í deildinni en við sýndum í dag að við erum sterkir andlega og getum komið til baka,“ sagði Albert en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira