Bara ein kona í nýjum Ólympíuhópi FRÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 12:30 Þessi fimm skipa nýjan Ólympíuhóp Frjálsíþróttsambands Íslands fyrir ÓL 2020 (21). Þau eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Guðni Valur Guðnason, Hilmar Örn Jónsson, Hlynur Andrésson og Sindri Hrafn Guðmundsson. FRÍ Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Ísland mun vonandi eiga fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó næsta sumar en það á enn eftir að koma í ljós hvort einhver íslenskur keppandi nær lágmörkum á leikana. Það sést á nýjum sérstökum Ólympíuhópi FRÍ að íslenskar frjálsíþróttakonur standa ekki jafnvel og karlarnir í baráttunni um sæti á 32. Ólympíuleikum sögunnar. Aðeins ein kona kemst í Ólympíuhóp Frjálsíþróttasambands Íslands að þessu sinni en það er spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR. Hinir fjórir meðlimirnir eru karlmenn. View this post on Instagram Hin magnaða Guðbjörg Jóna átti ótrúlegan dag á RIG Gull í 60 metrum, einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu og Tiönu Gull í 200 metrum á nýju aldursflokkameti og varð önnur konan í sögu Íslands til að hlaupa undir 24 sekúndum Frábær endasprettur í 4x200m í magnaðri sveit sem vann boðhlaupið Myndir inná Flickr icelandathletics #icelandathletics #rig20 A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) on Feb 6, 2020 at 2:11pm PST Eins og staðan er í dag þá hefur enginn íslenskur frjálsíþróttamaður tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og þau sem FRÍ telur að eigi möguleika á þátttöku. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði alltaf bætt stöðu kvenna í hópnum en hún ákvað að hætta keppni í haust. Ásdís ætlaði að enda feril sinn á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar en missti af þeim möguleika þegar leikunum var frestað um eitt ár. Frjálsíþróttasamband Íslands tekur það fram að ekki sé um endanlegan hóp frá FRÍ að ræða og að sambandið vonist til þess að það fjölgi í hópnum á árinu 2021. Frestur til að ná lágmörkum er til 29. júní 2021. Heimsfaraldur kórónuveirunnar varð til þess að það var lokað á möguleika til að ná lágmörkum í frjálsíþróttum frá 6. apríl síðastliðnum en glugginn opnar aftur 30. nóvember 2020 næstkomandi. Lágmörkin eru erfiðari en áður og aðeins er gert ráð fyrir því að um helmingur keppenda öðlist keppnisrétt með lágmörkum. Þeir sem ekki ná lágmörkum verða valdir út frá stöðu á heimslista. Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast Myndaður hefur verið Ólympíuhópur Frjálsíþróttasambands Íslands og í honum eru fimm keppendur. ...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 28. október 2020
Ólympíuhópur FRÍ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200 metra hlaup Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000 metra hindrunarhlaup Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira