Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 19:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50