Sean Connery er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 12:37 Sean Connery í Skotlandi árið 2012. Getty/Gary Gershoff Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020 Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira