Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 16:46 Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Kraganum fór fram rafrænt um helgina. aðsend mynd Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi halda prófkjör til að velja á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara á næsta ári. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Kraganum samþykkti einróma á kjördæmisþingi sínu í gær að fram skuli fara lokað prófkjör þann 10. Apríl til að velja frambjóðendur í fimm efstu sætin á framboðslista flokksins. Leitað verður leiða til að valið geti farið fram með rafrænum hætti. „Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem eru félagar í Framsóknarflokknum og hafa kjörgengi til Alþingis, þ.m.t. þeir sem skilað hafa inn inngöngubeiðnum í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir valdag og hafa náð 18 ára aldri á kjördag til Alþingis,” segir í tilkynningunni. „Rétt til atkvæðagreiðslu eiga flokksbundnir framsóknarmenn sem eiga lögheimili í kjördæminu, þ.m.t. þeir sem skilað hafa inn inngöngubeiðnum í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir valdag,” segir þar ennfremur en Helga Hauksdóttir var kjörin formaður kjörstjórnar. Eygló Þóra Harðardóttir var kjörin nýr formaður KFSV en Hildur Helga Gísladóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs.aðsend mynd Þá var Eygló Þóra Harðardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, kjörin nýr formaður KFSV en Hildur Helga Gísladóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 14 ár í embætti formanns. Auk Eyglóar voru kjörin til setu í stjórn þau Guðmundur Birkir Þorkelsson, Margrét Sigmundsdóttir, Pétur Einir Þórðarson, Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Guðmundur Einarsson og Úlfar Ármannsson og til vara þau Inga Þyrí Kjartansdóttir og Þórður Ingi Scheving Bjarnason. Willum Þór Þórsson er þingmaður Framsóknarflokksins í Kraganum, fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu er Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur. Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi halda prófkjör til að velja á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara á næsta ári. Kjördæmisþing Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Kraganum samþykkti einróma á kjördæmisþingi sínu í gær að fram skuli fara lokað prófkjör þann 10. Apríl til að velja frambjóðendur í fimm efstu sætin á framboðslista flokksins. Leitað verður leiða til að valið geti farið fram með rafrænum hætti. „Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem eru félagar í Framsóknarflokknum og hafa kjörgengi til Alþingis, þ.m.t. þeir sem skilað hafa inn inngöngubeiðnum í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir valdag og hafa náð 18 ára aldri á kjördag til Alþingis,” segir í tilkynningunni. „Rétt til atkvæðagreiðslu eiga flokksbundnir framsóknarmenn sem eiga lögheimili í kjördæminu, þ.m.t. þeir sem skilað hafa inn inngöngubeiðnum í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir valdag,” segir þar ennfremur en Helga Hauksdóttir var kjörin formaður kjörstjórnar. Eygló Þóra Harðardóttir var kjörin nýr formaður KFSV en Hildur Helga Gísladóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs.aðsend mynd Þá var Eygló Þóra Harðardóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, kjörin nýr formaður KFSV en Hildur Helga Gísladóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir 14 ár í embætti formanns. Auk Eyglóar voru kjörin til setu í stjórn þau Guðmundur Birkir Þorkelsson, Margrét Sigmundsdóttir, Pétur Einir Þórðarson, Þorbjörg Sólbjartsdóttir, Guðmundur Einarsson og Úlfar Ármannsson og til vara þau Inga Þyrí Kjartansdóttir og Þórður Ingi Scheving Bjarnason. Willum Þór Þórsson er þingmaður Framsóknarflokksins í Kraganum, fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu er Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur.
Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira