Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 22:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson (t.h.) telur viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Samsett/GEtty/Stefán Óli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54
Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59
Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52