„Hræðilegt að heyra af þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2020 10:32 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að málefni Arnarholts verði skoðuð hjá borgaryfirvöldum. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira