Átta hafa látið lífið í umferðinni á árinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 16:31 Frá lokun lögreglu við Vesturlandsveg í sumar þar sem banaslys varð. Þar var nýbúið að leggja malbik sem stóðst ekki kröfur. Vísir/EinarÁ Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Átta hafa látist í umferðinni það sem af er ári en sex létust í fyrra. Fjöldinn er nokkuð undir meðaltali undanfarinna ára þar sem um tólf hafa látist að meðaltali á ári hverju. Meðaltal látinna á ári frá því að fyrsta banaslysið varð á Íslandi árið 1915 er, fram að síðustu áramótum, 15,3. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir að hafa verði í huga að framan af öldinni voru fá banaslys enda umferð mun minni. Á árunum 2000-2009 var meðaltal fjölda látinna 19 en mörg ár þar á undan hafði meðaltalið verið 24, að sögn Einars. Leiða hugann að ábyrgð hvers og eins Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember, segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningarviðburðir verða haldnir um land og fjallað verður um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur þegar sent kveðju í tilefni dagsins. Beint streymi Einkennislag dagsins verður lag KK, When I think of angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt á öllum útvarpsstöðum á minningardaginn sjálfan um tvöleytið. Að kvöldi minningardagsins klukkan 19 munu félagar í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum minningarathöfnum um allt land í beinni vefútsendingu. Streymið verður aðgengilegt hér á Vísi. Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 15. nóvember. Átta hafa látist í umferðinni það sem af er ári en sex létust í fyrra. Fjöldinn er nokkuð undir meðaltali undanfarinna ára þar sem um tólf hafa látist að meðaltali á ári hverju. Meðaltal látinna á ári frá því að fyrsta banaslysið varð á Íslandi árið 1915 er, fram að síðustu áramótum, 15,3. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir að hafa verði í huga að framan af öldinni voru fá banaslys enda umferð mun minni. Á árunum 2000-2009 var meðaltal fjölda látinna 19 en mörg ár þar á undan hafði meðaltalið verið 24, að sögn Einars. Leiða hugann að ábyrgð hvers og eins Að þessu sinni verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað rótgróinnar minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember, segir í tilkynningu frá Samgöngustofu. Tilgangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að færa starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf. Minningarviðburðir verða haldnir um land og fjallað verður um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur þegar sent kveðju í tilefni dagsins. Beint streymi Einkennislag dagsins verður lag KK, When I think of angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt á öllum útvarpsstöðum á minningardaginn sjálfan um tvöleytið. Að kvöldi minningardagsins klukkan 19 munu félagar í Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum minningarathöfnum um allt land í beinni vefútsendingu. Streymið verður aðgengilegt hér á Vísi.
Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira