Aron Einar: Ekki „síðasti dansinn“ hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 16:21 Aron Einar Gunnarsson tók niður grímuna þegar hann svaraði spurningum blaðamanna. Skjámynd/Vísir Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Eirk Hamrén og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sögðu ekkert til í því að stór hluti íslensku landsliðsmannanna muni leggja skóna á hilluna eftir þetta landsliðsverkefni komist íslenska liðið ekki á Evrópumótið næsta sumar. Ungverskur blaðamaður spurði Erik Hamrén og Aron Einar á blaðamannafundi í dag hvort það væri rétt sem hann hefði heyrt að eldri leikmenn íslenska liðsins myndu mögulega hætta að spila með landsliðinu mistakist liðinu að koma á EM. Ungverjinn vildi fá að vita hvort þetta væri mögulegur svanasöngur íslensku gullkynslóðarinnar. Aron Einar hafnaði því og segir að Ísland þurfi á öllum leikmönnum að halda. Liðið hafi gert frábæra hluti og vilji komast á þriðja stórmótið í röð. Segir að tími ungu leikmannanna komi. Aron lítur ekki á þetta sem síðasta dans gullkynslóðarinnar, það setji of mikla pressu á liðið. „Þetta er auðvelt svar. Við erum hvergi nærri hættir. Við höfum gert góða hluti með því að komast á tvö stórmót í röð og erum að reyna að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það yrði frábært afrek. Það undir okkur komið að hjálpa ungu kynslóðinni að læra á hlutina og það sem við leggjum alltaf upp með sem er vinnusemi og samheldni. Ég lít ekki á þetta sem síðasti dansinn því það myndi setja alltof mikla pressu á okkur. Við erum miklu frekar að hugsa um hversu mikið afrek það yrði að komast á þriðja stórmótið í röð,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Hamrén sagði að fámennar þjóðir eigi erfitt með að halda alltaf úti góðu liði. Hann segir að yngri landslið Íslands séu góð og hrósar starfinu þar. Hamrén segir að leikmenn Íslands séu enn hungraðir og aldurinn skiptir engu máli í því samhengi. „Það munu kannski einhverjir leikmenn hætta eins og gengur og gerist. Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir í árangur. Ef þú ert hungraður þá skiptir aldurinn engu máli. Þú getur verið ungur og ekki hungraður en þú getur líka verið gamall og enn mjög hungraður. Þessir strákar eru hungraðir,“ sagði Erik Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira