„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 18:16 Andy Robertson er í stórhlutverki hjá Liverpool en hann er líka fyrirliði skoska landsliðsins sem gæti komist á EM í kvöld. Getty/Andrew Powell Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Liverpool bakvörðurinn Andy Robertson mun reyna að leiða skoska landsliðið á Evrópumótið í kvöld en á sama tíma og Íslands mætir Ungverjalandi þá spila Skotar einnig um EM sæti þegar þeir mæta Serbum. Liverpool maðurinn Andy Robertson er fyrirliði skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem í kvöld getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Leikur Serbíu og Skotlands fer fram í Belgrad klukkan 19.45 í kvöld en það verða engir áhorfendur leyfðir á leiknum. Andy Robertson hefur spilað marga stóra leiki með Liverpool á síðustu árum en hann segir að leikurinn í kvöld sé í hópi með þeim stærstu á hans ferli. ""I was four when Scotland last got to a tournament and my whole generation has missed out ."Scotland captain Andy Robertson has issued a rallying cry ahead of Scotland's Euro 2020 play-off with Serbia. https://t.co/EGyycjyzLL#bbcfootball pic.twitter.com/PrUHypSEGs— BBC Sport (@BBCSport) November 11, 2020 „Við þráum það að komast á stórmót. Við viljum komast þangað og við finnum vel fyrir því hversu mikið þjóðin vill það líka. Auðvitað er pressa en við ætlum að nýta okkur hana á jákvæðan hátt,“ sagði Andy Robertson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skotar hafa beðið í 23 ár eftir að komast á stórmót í fótbolta en síðasta stórmót skoska landsliðsins var HM í Frakklandi sumarið 1998. Skotar komust á sex af sjö heimsmeistarakeppnum frá 1974 til 1998 en einu Evrópumót þjóðarinnar eru EM 1992 í Svíþjóð og EM 1996 í Englandi. „Ég var bara fjögurra ára þegar Skotland komst síðast á stórmót og heil kynslóð er búin að missa af því að sjá landsliðið sitt á stórmóti. Það er auka hvatningu fyrir okkur að geta gefið fimm milljónum manna ástæðu til að brosa heima í Skotland,“ sagði Robertson. „Við viljum líka ná þessu fyrir knattspyrnustjórann okkar. Við vitum hversu miklu hann missti af sem leikmaður og hversu miklu máli þetta myndi skipta hann,“ sagði Robertson. Steve Clarke er þjálfari skoska landsliðsins og undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í átta leikjum í röð. Það var tæpt í undanúrslitunum á móti Ísrael þar sem Skotar þurftu á endanum vítaspyrnukeppni til að landa sigri eftir markalaust jafntefli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 19.35 í kvöld.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira