Gyða og Vilberg búa í húsbíl á Íslandi yfir sumarmánuðina og á Spáni yfir veturinn Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 10:31 Vilberg og Gyða eru nú föst hér á landi vegna ástandsins. Ein sérkennilegasta gata Reykjavíkur er án efa gatan við Laugardalslaugina þar sem nokkrir heimsborgarar hafa ákveðið að búa í húsum sem öll eru á hjólum þannig að hægt er að keyra þau um landið eða á milli landa á auðveldan hátt. Til dæmis þeir sem búa þar hjónin Guðríði Gyðu Halldórsdóttur og Vilberg Guðmundsson en nú eru þau föst hér vegna Covid og tók Vala Matt púlsinn á þeim á þessum skrýtnu tímum. Vanalega keyra þau til suður Evrópu í sólina til Spánar og búa þar yfir vetrarmánuðina. „Það var draumur að kaupa sér svona húsbíl og ferðast um Evrópu. Ef maður býr í gömlu húsi þarf að gera við allt mögulegt og við bara nenntum ekki að standa í stöðugum útgjöldum. Þannig að við fórum til Ameríku og fundum þennan bíl,“ segir Gyða en þetta var fyrir rúmlega fimm árum síðan. Síðan þá hafa þau búið hér heima á sumrin og fara síðan út til Spánar á haustin þar sem þau eiða vetrinum á Costa Blanca. „Þar eru sex hundruð stæði og allt til alls, sundlaugar, líkamsrækt, lítil verslun og spænskukennsla innifalin í gjaldinu. Þetta eru allt norður-Evrópubúar sem flykkjast þarna yfir yfir veturinn,“ segir Vilberg. „Þetta er eins og lítið þorp og allir þekkja alla. Maður er farin að tala þýskuna, hluta af hollensku, spænskuna, enskuna og dönskuna. Þetta er allt fólk sem velur að hafa hjól undir húsinu sínu. Í staðinn fyrir að vera föst í byggingu sem þú getur ekki hreyft og þarft þá að hafa sumarbústað til þess að breyta til en þetta er bæði fast. Við getum til dæmis farið hvert sem er á landinu og farið í hvaða land sem okkur dettur í hug og við gleymum aldrei neinu heima,“ segir Gyða. Vala leit einnig við til fyrrverandi útvarpsmannsins Sveins Snorra Sighvatssonar sem er alsæll í sínu litla húsi með hjólin tilbúin undir húsinu að færa hann hvert sem er í heiminum. Ísland í dag Spánn Reykjavík Íslendingar erlendis Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Ein sérkennilegasta gata Reykjavíkur er án efa gatan við Laugardalslaugina þar sem nokkrir heimsborgarar hafa ákveðið að búa í húsum sem öll eru á hjólum þannig að hægt er að keyra þau um landið eða á milli landa á auðveldan hátt. Til dæmis þeir sem búa þar hjónin Guðríði Gyðu Halldórsdóttur og Vilberg Guðmundsson en nú eru þau föst hér vegna Covid og tók Vala Matt púlsinn á þeim á þessum skrýtnu tímum. Vanalega keyra þau til suður Evrópu í sólina til Spánar og búa þar yfir vetrarmánuðina. „Það var draumur að kaupa sér svona húsbíl og ferðast um Evrópu. Ef maður býr í gömlu húsi þarf að gera við allt mögulegt og við bara nenntum ekki að standa í stöðugum útgjöldum. Þannig að við fórum til Ameríku og fundum þennan bíl,“ segir Gyða en þetta var fyrir rúmlega fimm árum síðan. Síðan þá hafa þau búið hér heima á sumrin og fara síðan út til Spánar á haustin þar sem þau eiða vetrinum á Costa Blanca. „Þar eru sex hundruð stæði og allt til alls, sundlaugar, líkamsrækt, lítil verslun og spænskukennsla innifalin í gjaldinu. Þetta eru allt norður-Evrópubúar sem flykkjast þarna yfir yfir veturinn,“ segir Vilberg. „Þetta er eins og lítið þorp og allir þekkja alla. Maður er farin að tala þýskuna, hluta af hollensku, spænskuna, enskuna og dönskuna. Þetta er allt fólk sem velur að hafa hjól undir húsinu sínu. Í staðinn fyrir að vera föst í byggingu sem þú getur ekki hreyft og þarft þá að hafa sumarbústað til þess að breyta til en þetta er bæði fast. Við getum til dæmis farið hvert sem er á landinu og farið í hvaða land sem okkur dettur í hug og við gleymum aldrei neinu heima,“ segir Gyða. Vala leit einnig við til fyrrverandi útvarpsmannsins Sveins Snorra Sighvatssonar sem er alsæll í sínu litla húsi með hjólin tilbúin undir húsinu að færa hann hvert sem er í heiminum.
Ísland í dag Spánn Reykjavík Íslendingar erlendis Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira