Utís hópurinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 10:23 Frá afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna. Stjórnarráðið Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi. Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi.
Skóla - og menntamál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira