Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 17:46 Unsplash/K. Mitch Hodge Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Talaði hún m.a. um að verið væri að herða reglur vegna Covid-19 en samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn Íslendingafélagsins eru ástandið þvert á móti „mjög gott“ og fólki „sannarlega óhætt að dvelja hér um jól og áramót“. Ástandið „veirulega“ mjög gott „Við í stjórn Íslendingafélagsins, sem erum búsett hér stærstan hluta ársins og erum á Gran Canaria núna, rákum upp stór augu, þegar við lásum viðtal við forstjóra Úrvals Útsýnar í mbl. í gær um erfitt ástand hér,“ segir í yfirlýsingunni. Ef málið er, að ekki er hægt að fylla vélarnar, þá er það eitt en að reyna að mála ástandið hér erfitt og hræða fólk er ábyrgðarhlutur. Hér hefur ástandið veirulega séð verið mjög gott síðustu tvo mánuði, hér er grímuskylda og fólk þarf að virða fjarlægðarmörk líkt og heima á Íslandi en lífið gengur sinn vanagang; fólk getur farið á ströndina, buslað í sundlaugunum, farið út að borða og kíkt í búðir líkt og áður. Eyjan býður enn upp á sína fallegu náttúru og hótelin opna hér hvert af öðru og önnur eru í startholunum.“ Ættu að bjóða upp á ókeypis skimun en ekki búa til afsakanir Í yfirlýsingunni segir enn fremur að hinar hertu reglur sem Þórunn vísar til sé líklega krafan um að farþegar fari í skimun fyrir flug en sú krafa sé eðlileg og sett fram til að viðhalda góðu ástandi. „Til að koma hjólunum af stað í heiminum, ætti að bjóða fólki upp á ókeypis skimun fyrir brottför, sé það að fara á örugg svæði, eins og Gran Canaria er en rukka fyrir skimunina ef fólk ætlar á óörugg eða rauð svæði. Fyrir því ættu forstjórar ferðaskrifstofa og flugfélaga að berjast en ekki að nota veiruna eða eins og hér, skort á henni til að búa til afsakanir fyrir vélaleysi eða því, að þeim tekst ekki að selja öll sæti í vélarnar hjá sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira