Leghálskrabbamein heyri sögunni til (með gjaldfrjálsri skimun) Ágúst Ingi Ágústsson og Halla Þorvaldsdóttir skrifa 17. nóvember 2020 15:01 Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl. Markmið WHO er vissulega háleitt en góðu fréttirnar eru ekki langt undan; þetta markmið er nefnilega raunhæft og mun hafa stórkostlega þýðingu fyrir heilsu kvenna um allan heim. Einn besti árangurinn á Íslandi Á Íslandi búum við svo vel að vera í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að árangri skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Dánartíðni á Íslandi er 2 dauðsföll á ári, á hverjar 100.000 konur, sem er sambærilegt við það besta í Evrópu og Norður-Ameríku. Nýgengi á Íslandi eru nú 9,3 tilfelli á hverjar 100.000 konur, sem er ögn lægra hlutfall en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þessi árangur hefur náðst með samstilltu átaki um skimun fyrir leghálskrabbameini hjá konum en Krabbameinsskráin áætlar að skimun Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi komið í veg fyrir um 500 dauðsföll af völdum leghálskrabbameins frá því skimun hófst árið 1964. Skipulögð bólusetning 12 ára stúlkna fyrir HPV-veirum, sem valda leghálskrabbameini, hófst á Íslandi árið 2011 og mun draga enn frekar úr nýgengi leghálskrabbameins. Á sumum Norðurlöndunum eru drengir einnig bólusettir fyrir HPV-veirum, svo er ekki hér á landi. Gjaldfrjáls skimun skiptir máli Það er staðreynd að þátttaka kvenna í skimunum fyrir leghálskrabbameinum hefur lækkað nokkuð hér á landi allt frá upphafi. Breyting varð á því, frá og með seinni hluta árs 2018 þegar Krabbameinsfélagið greip til sérstakra aðgerða til að auka þátttöku kvenna. Sú aukning hefur viðhaldist, ef frá eru talin áhrif af Covid-19. Komum 23 – 65 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini fjölgaði um 15% milli áranna 2018 og 2019. Afar mikilvægt er að tryggja jafnt aðgengi kvenna að skimun fyrir leghálskrabbameinum. Á Norðurlöndunum, að Íslandi og Noregi undanskildum, er skimun gjaldfrjáls, einmitt til að tryggja að allar konur geti nýtt sér skimunina, óháð efnahag. Krabbameinsfélagið ákvað að gera könnun á því hvort gjaldfrjáls skimun skipti máli, á árinu 2019 og bauð 23 ára konum gjaldfrjálsa skimun. Árangurinn var augljós. Komum þeirra fjölgaði um 36% milli áranna 2018 og 2019. Vegna þess hve árangurinn var mikill ákvað félagið að endurtaka leikinn árið 2020. Það var mögulegt fyrir tilstilli erfðagjafar frá innanhússarkitektinum Láru Vigfúsdóttur frá Vestmannaeyjum. Ástæða er til að staldra við og þakka innilega fyrir gjöfina, sem hefur heldur betur skilað sér beint til ungra kvenna í landinu. Könnun sem gerð var meðal þessara kvenna leiddi í ljós að 95% þeirra sögðu ókeypis skimun hafa hvatt þær sérstaklega til að mæta og 27% sögðust ekki hefðu nýtt sér boð um skimun nema af því að hún var ókeypis. Af þessu má draga þá ályktun að gjaldtaka fyrir skimun dregur verulega úr þátttöku, í það minnsta hjá yngsta hópnum. Enginn vafi leikur á að áframhaldandi skimun og HPV-bólusetning skiptir sköpum varðandi það að útrýma leghálskrabbameini. Tilraun Krabbameinsfélagsins undirstrikar mikilvægi þess að skimunin sé gjaldfrjáls. Skimun fyrir leghálskrabbameini færist til heilsugæslunnar um áramót. Forsvarsfólk hennar hafa lýst yfir að líklega verði hægt að hafa skimunina gjaldfrjálsa fyrir alla, verði fjárveitingar Alþingis til verkefnisins eins og hingað til. Það er í samræmi við tillögur skimunarráðs sem ráðherra hefur tekið undir. Það verður framfaraskref og færir Ísland í hóp með hinum Norðurlandanna sem tryggja jafnt aðgengi með gjaldfrjálsri skimun. Ágúst Ingi Ágústsson er sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun