Ísak Bergmann á milli Eiðs Smára og Ríkharðs á listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 11:01 Ísak Bergmann Jóhannesson eftir fyrsta landsleik sinn fyrir Ísland sem var á Wembey í gær. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga) Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær sjötti yngsti leikmaðurinn sem spilar fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Ísak Bergmann spilaði sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á sem varamaður fyrir Birki Bjarnason á 88. mínútu leiks Íslands og Englands á Wembley. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og var því 17 ára, 7 mánaða og 26 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik. Ísak komst þar með upp í sjötta sæti listans yfir yngstu landsliðsmenn Íslands og er á milli þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Ríkharðs Jónssonar sem báðir hafa átt markamet íslenska landsliðsins. Eiður Smári var sautján dögum yngri þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik en Ríkharður var sextán dögum eldri. Sigurður Jónsson á íslenska metið en hann er sá eini sem hefur spilað A-landsleik fyrir sautján ára afmælið. Sigurður kom inn á sem varamaður á móti Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í júní 1983 þegar hann var aðeins 16 ára og rúmlega átta mánaða gamall. Það var lengi met yfir yngsta leikmann í undankeppni EM þar til að Norðmaðurinn Martin Ödegaard sló það í oktðober 2014 en hann var þá ekki orðinn sextán ára gamall. Ísak Bergmann Jóhannesson (17 ára og 240 daga) er aftur á móti næstyngsti leikmaðurinn í sögu Þjóðadeildarinnar en það er aðeins Kýpverjinn Loizos Loizou (17 ára og 52 daga) sem hefur verið yngri. Ísak er aftur á móti sá yngsti sem hefur spilað í A-deildinni. Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Yngstu A-landsliðsmenn karla í knattspyrnu frá upphafi: 1. Sigurður Jónsson, 1983 (16 ára, 8 mánaða og 9 daga) 2. Ásgeir Sigurvinsson, 1972 (17 ára, 1 mánaða og 25 daga) 3. Eyleifur Hafsteinsson, 1964 (17 ára, 1 mánaða og 26 daga) 4. Kári Árnason, 1961 (17 ára, 6 mánaða og 22 daga) 5. Eiður Smári Guðjohnsen, 1996 (17 ára, 7 mánaða og 9 daga) 6. Ísak Bergmann Jóhannesson, 2020 (17 ára, 7 mánaða og 26 daga) 7. Ríkharður Jónsson, 1947 (17 ára, 8 mánaða og 12 daga) 8. Jóhann Berg Guðmundsson, 2008 (17 ára, 9 mánaða og 24 daga) 9. Friðrik Friðriksson, 1964 (17 ára, 9 mánaða og 27 daga) 10. Þórir Jónsson, 1970 (17 ára, 10 mánaða og 8 daga) 11. Arnór Guðjohnsen, 1979 (18 ára og 22 daga)
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísak Bergmann: Frábært að fá þetta tækifæri á Wembley Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley. 18. nóvember 2020 21:56