Ætla að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2020 12:55 Alma Dagbjört Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er vísað til nýlegra frétta um stöðuna á opinberum innkaupum á bóluefnum gegn COVID-19 og um undirbúning á framkvæmd bólusetningarinnar þegar til hennar kemur. Fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað samninga við fjóra framleiðendur, þ.e. Astra-Zeneca, Janssen, Sanofi/GSK og Pfizer/BioNTech og eru samningar við fleiri framleiðendur í burðarliðnum. Ekki ljóst hve marga skammta við fáum Svíþjóð hefur tekið að sér það hlutverk að hafa milligöngu um að framselja Íslendingum bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins. „Á þessari stundu er ekki ljóst hversu marga skammta af bóluefni Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendur þeir verða keyptir. Hins vegar en stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir a.m.k. 70% þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu landlæknis. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. Hann á von á metingi þegar bólefni kemur til landsins varðandi hverjir fái fyrst. Tekið verði á því þegar þar að kemur. Ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst Tveir bóluefnaframleiðendur, Pfirzer og Moderna, hafi undanfarið birt fréttir af góðum árangri sinna bóluefna. Rétt sé að árétta að öll bóluefnin munu þurfa samþykki og leyfi frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA) áður en almenn notkun hefst. „Á þessari stundu er því ekki ljóst hvenær almenn dreifing bóluefna hefst og því síður hversu hratt einstaka þjóðir munu fá það magn sem áætlað er að kaupa. Það er því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.“ Undirbúningur að bólusetningu er hafinn undir stjórn sóttvarnalæknis og vonast er til að honum ljúki fyrir lok árs 2020. Unnið er m.a. að forgangsröðun hópa í bólusetninguna, dreifingu bóluefnanna og skráningu hinna bólusettu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Ekki er ljóst á þessari stundu hversu marga skammta af bóluefni gegn Covid-19 Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendum. Þó er stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir 70 prósent þjóðarinnar hið minnsta. Þetta kemur fram á vef Landlæknis. Þar er vísað til nýlegra frétta um stöðuna á opinberum innkaupum á bóluefnum gegn COVID-19 og um undirbúning á framkvæmd bólusetningarinnar þegar til hennar kemur. Fyrir liggur að kaup Íslands á bóluefnum gegn COVID-19 munu fara fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur undirritað samninga við fjóra framleiðendur, þ.e. Astra-Zeneca, Janssen, Sanofi/GSK og Pfizer/BioNTech og eru samningar við fleiri framleiðendur í burðarliðnum. Ekki ljóst hve marga skammta við fáum Svíþjóð hefur tekið að sér það hlutverk að hafa milligöngu um að framselja Íslendingum bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins. „Á þessari stundu er ekki ljóst hversu marga skammta af bóluefni Ísland mun kaupa eða frá hvaða framleiðendur þeir verða keyptir. Hins vegar en stefnt að því að kaupa bóluefni fyrir a.m.k. 70% þjóðarinnar,“ segir í tilkynningu landlæknis. „Ef við náum 80-90% þjóðarinnar í bólusetningu þá verður hægt að aflétta mjög hratt,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundinum í dag. Hann á von á metingi þegar bólefni kemur til landsins varðandi hverjir fái fyrst. Tekið verði á því þegar þar að kemur. Ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst Tveir bóluefnaframleiðendur, Pfirzer og Moderna, hafi undanfarið birt fréttir af góðum árangri sinna bóluefna. Rétt sé að árétta að öll bóluefnin munu þurfa samþykki og leyfi frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA) áður en almenn notkun hefst. „Á þessari stundu er því ekki ljóst hvenær almenn dreifing bóluefna hefst og því síður hversu hratt einstaka þjóðir munu fá það magn sem áætlað er að kaupa. Það er því ótímabært að tala um hvenær bólusetning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs.“ Undirbúningur að bólusetningu er hafinn undir stjórn sóttvarnalæknis og vonast er til að honum ljúki fyrir lok árs 2020. Unnið er m.a. að forgangsröðun hópa í bólusetninguna, dreifingu bóluefnanna og skráningu hinna bólusettu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira