Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði Unnur Henrysdóttir skrifar 20. nóvember 2020 08:01 Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist. Þar sem ég er starfsmaður leikskóla, deildarstjóri á einum stærsta skóla bæjarins, finn ég mig knúna til að tjá mig aðeins um þetta málefni. Þar er talað um rétt barna til að njóta sem flestra stunda með fjölskyldum sínum og við ætlum að hafa leikskólann opinn allt árið? Við ætlum líka að stytta vinnuvikuna okkar án þess að taka tillit til barnanna okkar. Undirmönnun vegna styttingar vinnuvikunnar er það sem börnunum okkar er boðið upp á, stórir hópar og enginn tími til að njóta. Það er talað um tillit til atvinnulífsins en er tekið tillit til nemenda minna sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára og hafa ekki mikið að segja um það með hverjum þeir verja átta til níu tímum á dag, í litlu rými og jafnvel án félaga eða starfsmanns sem þeir þekkja ef af þessari sumaropnun verður? Ég get tekið undir það með Margréti Völu að við eigum margt hæfileikaríkt og gott fólk. Ég tel mig vera í þeim hópi en ég sé ekki fyrir mér að það náist að manna skólann þannig að starf haldist óbreytt og nemendur finni fyrir öryggi þegar þeir mæta í skólann sinn með nýjum starfsmönnum sem fylla upp í sumarfrístíma kennara. Líklegast þykir mér að flestir eigi eftir að velja júlí sem sumarfrístíma. Er það sanngjarnt fyrir þá fáu nemendur sem ekki geta verið í sumarfríi með flestum félögum sínum? Hver er að hugsa um hag þeirra? Ég veit að undanfarin sumur höfum við fariðsaman í sumarfrí og komið saman úr sumarfríi í byrjun ágúst og það er gott fyrir okkur leikskólafólkið, nemendur og starfsfólk. Ætlum við næst að stofna sumarskóla fyrir grunnskólabörnin okkar? Ég get ekki séð eða skilið rökin fyrir því að nemendur okkar fari ekki saman í frí og komi saman úr fríi. Eftir 15 ár á sama vinnustað man ég ekki eftir einu einasta ári sem ekki hefur verið vesen að fullmanna leikskólann. Hvað með börnin okkar sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þola jafnvel illa breytingar? Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður fræðsluráðs talar um þessa breytingu eins og lottóvinning fyrir hafnfirskar fjölskyldur. Sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar get ég sagt að ég mun ekki taka þátt í þessum lottódrætti og mun segja stöðu minni lausri fyrir sumarfrísbyrjun og njóta tímans með fjölskyldu minni og leyfa Margréti Völu og hennar fólki að finna út hvernig leikskólinn á að starfa sem fyrsta skólastig og fagstofnun eða ætti ég að segja þjónustustofnun? Hún talar einnig um að samstarfshópur hafi farið yfir málið. Ég þekki ekki þann leikskólastarfsmann sem hefur verið sáttur við þessa ákvörðun. Ef þetta verður að veruleika vona ég alla vega að foreldrar geri sér fulla grein fyrir því að þetta verður gæsla í sinni skýrustu mynd. Allt faglegt starf mun liggja niðri og í stað þess að skólinn sé lokaður í fjórar vikur verða þetta að lágmarki átta vikur sem gæsla mun eiga sér stað og innritun nýrra nemenda mun taka mun lengri tíma. Höfundur er deildarstjóri á leikskólanum Stekkjarási.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar