Vilji allra stjórnarflokkanna að finna lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 12:45 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Menntamálaráðherra segir að það sé vilji allra stjórnarflokkanna að finna farsæla lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið. Flokkarnir vinni að lausn í sameiningu en heimildir fréttastofu herma að ein útfærslan sé að gera breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla. Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir lausn á vanda einkarekinna fjölmiðla. Á þessu kjörtímabili var boðað að frumvarpið yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Heimildir fréttastofu herma að stjórnarflokkarnir ræði nú sín á milli um mögulega aðrar leiðir til að koma til móts við rekstrarvanda einkarekinna fjlmiðla. Ein möguleg útfærsla sem rædd hefur verið er að gerðar verði breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla sem koma eigi til móts við rekstrarvanda þeirra. Lilja Alfreðsdóttir sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að enn sé unnið að frumvarpinu. „Það stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að við viljum styðja við einkarekna fjölmiðla og við höfum gert það einu sinni í tenglsum við Covid-19 en við höldum áfram að vinna að þessu,“ sagði Lilja. Fjallað hefur verið um að frumvarpið hafi mætt andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafi hafnað því að veita frumvarpinu brautargengi. Lilja segir að stjórnarflokkarnir vinni að þessu í sameiningu. „Við sjáum hvað kemur út úr þessu. Það er vilji allra að það verði farsæl lausn á þessu og við sjáum hvað setur,“ segir Lilja. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Menntamálaráðherra segir að það sé vilji allra stjórnarflokkanna að finna farsæla lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið. Flokkarnir vinni að lausn í sameiningu en heimildir fréttastofu herma að ein útfærslan sé að gera breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla. Hér á landi er nú, þriðja árið í röð, beðið eftir lausn á vanda einkarekinna fjölmiðla. Á þessu kjörtímabili var boðað að frumvarpið yrði lagt fram í október en sá mánuður fékk að líða án frétta af málinu. Heimildir fréttastofu herma að stjórnarflokkarnir ræði nú sín á milli um mögulega aðrar leiðir til að koma til móts við rekstrarvanda einkarekinna fjlmiðla. Ein möguleg útfærsla sem rædd hefur verið er að gerðar verði breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla sem koma eigi til móts við rekstrarvanda þeirra. Lilja Alfreðsdóttir sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að enn sé unnið að frumvarpinu. „Það stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að við viljum styðja við einkarekna fjölmiðla og við höfum gert það einu sinni í tenglsum við Covid-19 en við höldum áfram að vinna að þessu,“ sagði Lilja. Fjallað hefur verið um að frumvarpið hafi mætt andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafi hafnað því að veita frumvarpinu brautargengi. Lilja segir að stjórnarflokkarnir vinni að þessu í sameiningu. „Við sjáum hvað kemur út úr þessu. Það er vilji allra að það verði farsæl lausn á þessu og við sjáum hvað setur,“ segir Lilja.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira