Aðskilin smitsjúkdómadeild í nýjum Landspítala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 18:12 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Vísir/Einar Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, gerir ráð fyrir að starfsemi Landspítalans muni sameinist í nýju húsi árið 2025 eða 2026. Gera megi ráð fyrir að uppsteypa taki um þrjú ár og að lokinni innivinnu og lokafrágangi muni spítalinn geta flutt í nýja húsnæðið. Gunnar var gestur í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann sagði að á nýjum spítala yrði að finna sérstaka smitsjúkdómadeild sem hægt yrði að aðgreina frá öðrum deildum. „Landspítalinn er í dag á sautján stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag í hundrað húsum. Markmiðið með Hringbrautarverkefninu er að sameina starfsemina, sameina gjörgæslur, bráðamóttökur og ýmislegt annað og að sjúklingarnir þurfi ekki að leita á marga staði,“ segir Gunnar. Byggingin breytileg Þá sé byggingin breytileg, hægt sé að mæta þörfum hverju sinni með því að breyta byggingunni innanhúss hverju sinni. „Byggingin er þannig að hægt er að breyta henni mjög auðveldlega, það er hægt að breyta henni innanhúss og það mun alveg gerast.“ Í meðferðarkjarnanum svokallaða verður fjölþætt starfsemi að sögn Gunnars. Það verður fyrst og fremst bráða- og háskólasjúkrahús. „Þessi spítali er auðvitað bráðaspítali, meðferðarspítali og tenging yfir í kennsluna,“ segir Gunnar. Aðskilin smitsjúkdómadeild Á fyrstu hæðinni er mjög stór bráðamóttaka. Á annarri hæðinni eru hlutir eins og speglun, röntgen og myndgreiningar og slíkt. Við erum líka með þar að vestan sérstaka smitsjúkdómadeild sem er að greind þannig að það er hægt að koma inn að vestan í húsinu og aðgreina það frá. Þar eru legurými líka þannig að það er búið að hugsa fyrir því í áratug og tengist í raun ebóla-veirunni á sínum tíma,“ segir Gunnar. Á smitsjúkdómadeildinni verða tuttugu legurými en byggingin er þannig hönnuð að hægt er að stækka rýmin og aðskilja þau. Þá verða um 200 legurými á fimmtu og sjöttu hæðinni. Þá eru einstaklingsherbergi í öllum legurýmum, ekki síst vegna sýkingavarna, og verður sér salernisaðstaða í hverju legurými fyrir sig. Enn verið að hanna spítalann innanhúss Hann segir miklu máli hve hönnunin sé sívirk. Enn sé verið að vinna að hönnun spítalans eftir því hvernig tæknin og þörfin breytist. „Það sem skiptir máli er að hönnun sé sívirk. Það má ekki hugsa það þannig að spítalinn hafi verið hannaður fyrir tíu árum. Við erum enn að hanna hann, burðarvirkin eru komin, þess vegna er verið að vinna á þeim og nú er verið að ljúka innri hönnun eða verkhönnun á öðrum svæðum,“ segir Gunnar. Þá verður annað hús byggt, svokallaður rannsóknarkjarni, þar sem rannsóknarvinna spítalans verður sameinuð. Þá verður einnig byggt svokallað bílastæða- og tæknihús þar sem varaaflskerfi spítalans verða. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Landspítalinn Heilbrigðismál Víglínan Tengdar fréttir Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Nýr Landspítali og spilling í Víglínunni Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri uppbyggingar á nýjum Landspítala mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttmanns til að ræða framkvæmdina og hverju spítalinn mun breyta og ekki breyta. Þá verður rætt við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur doktor í þjóðfræði um spillingu en hún gaf nýverið út bók um þau mál. 22. nóvember 2020 16:31
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01