Draumadagur Norðmannsins hjá AC Milan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 13:30 Jens Petter Hauge lyftir boltanum yfir Alex Meret, markvörð Napoli, og skorar sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. getty/Francesco Pecoraro Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Norski fótboltamaðurinn Jens Petter Hauge gleymir sunnudeginum 22. nóvember eflaust ekki í bráð. Þá skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og varð Noregsmeistari með Bodø/Glimt. Hauge sló í gegn með Bodø/Glimt á þessu tímabili og hjálpað liðinu að ná afgerandi forskoti á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í átján deildarleikjum skoraði Hauge fjórtán mörk og gaf tíu stoðsendingar. Skömmu eftir góða frammistöðu í leik Bodø/Glimt og Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust keypti ítalska félagið svo Hauge. Hann kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í leik Napoli og Milan á San Paolo vellinum í gær. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka skoraði Hauge sitt fyrsta deildarmark fyrir Milan og gulltryggði 1-3 sigur liðsins. Zlatan Ibrahimovic skoraði hin tvö mörk Milan sem er með tveggja stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar. Klippa: Napoli 1-3 AC Milan Sama kvöld varð Bodø/Glimt Noregsmeistari í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Strømsgodset. Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt og lagði upp annað mark liðsins. Hauge hefur væntanlega verið fljótur að kanna stöðuna hjá sínu gamla liði eftir sigurinn á Napoli í gær og komist að því að þeir, og hann um leið, væru orðnir meistarar þrátt fyrir að fimm umferðum sé enn ólokið í norsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by Jens Petter Hauge (@jenspetterhauge) Hauge, sem er 21 árs, lék sinn fyrsta leik fyrir norska A-landsliðið gegn Rúmeníu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði.
Ítalski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03
Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45