Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 09:30 Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn hjónaherbergi í Hafnarfirði í þriðja þætti af Skreytum hús. Skreytum hús „Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum,“ viðurkenndi Ásdís þegar Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsótti hana í þriðja þætti af Skreytum hús. Þar var verkefnið að fjarlægja rimlarúm yngsta barnsins út úr hjónaherberginu og uppfæra það. „Við þurftum bara hreinlega að ýta börnunum út og gera herbergið rómó og kósý,“ segir Soffía. „Ásdísi langaði sérstaklega mikið að hafa þetta svolítið dökkan og djúsí fíling þannig að við völdum dökkgráan fallegan lit á veggina. Svo ákváðum við hreinlega að mála skáphurðirnar líka til að láta þær í raun og veru hverfa.“ Hægt er að horfa á þriðja þátt af Skreytum hús í spilaranum hér fyrir neðan og verður hann einnig aðgengilegur á Stöð 2 Maraþon. Klippa: Skreytum hús - Hjónaherbergið gert rómó og kósý „Það þarf oft bara eitthvað eitt sem er að heilla mann sem ýtir manni svolítið áfram,“ segir Soffía um fyrsta skrefið. Þetta geta verið gardínur, púði eða annað sem kemur hugmyndavinnunni af stað áður en farið er að stað í breytingar. Svona var herbergið fyrir breytingarnar.Skreytum hús Mikilvæg mubla Svefnherbergið var nógu stórt til að hægt væri að kaupa stærra hjónarúm og varð dökkgrár flauels rúmgafl fyrir valinu. „Persónulega finnst mér hreinlega að það ætti að vera í lögum að hafa rúmgafla á öllum rúmum, sérstaklega í hjónaherbergjum. Þetta eru ekki mörg húsgögn sem að fara inn í þessi rými og þetta er svo mikilvæg mubla,“ segir Soffía. Hún ráðlagði Ásdísi að taka ekki eins náttborð báðu megin svo þær völdu tvö mismunandi náttborð. Nýja rúmið áður en gaflinn var settur á og eftir að hann hafði verið festur upp. Soffíu finnst að öll hjónarúm ættu að hafa fallegan höfðagafl.Skreytum hús Ramminn á rúminu var einnig klæddur með flauelsefni og það sama má segja um loftljósið og borðlampana sem Ásdís Valdi. „Borðlamparnir geta hreinlega verið eins og skart inn í herbergið.“ Skáparnir fyrir og eftir. Með því að mála þá alveg í sama gráa lit og veggirnir, féllu þeir meira inn í.Skreytum hús Gardínurnar gefa mýkt Þar sem fæturnir á rúminu voru krómaðir ákvað Soffía að láta sprauta þær svartar, þar sem litavalið fyrir herbergið var svart, grátt, gyllt og bleikt „Sjálf er ég ekki hrifin af því að setja mikið af fjölskyldumyndum því við viljum ekkert hafa ömmu og afa með okkur inni í hjónaherberginu.“ Herbergið eftir breytingarSkreytum hús Soffía segir mikilvægt að setja fallegar gardínur í svefnherbergið til að fá enn meiri mýkt. Flauelsbekkur, skrautmunir, spegil og púðar settu svo mikinn svip á herbergið. „Það er rosalega gott að hugsa þetta líka í þristum. Ef við erum með þrennt af einhverju þá erum við rosa góð.“ Spegill á móti glugganum endurkastar birtunni.Skreytum hús Í lok þáttar sýndi hún líka sniðuga leið til að fá lengri gardínustangir með því að festa tvær stangir saman. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar, fullt af flottum myndum af hverju smáatriði og lista yfir þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Frekari upplýsingar má finna á síðunni Skreytum hús.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon. Tíska og hönnun Skreytum hús Hús og heimili Tengdar fréttir Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum,“ viðurkenndi Ásdís þegar Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsótti hana í þriðja þætti af Skreytum hús. Þar var verkefnið að fjarlægja rimlarúm yngsta barnsins út úr hjónaherberginu og uppfæra það. „Við þurftum bara hreinlega að ýta börnunum út og gera herbergið rómó og kósý,“ segir Soffía. „Ásdísi langaði sérstaklega mikið að hafa þetta svolítið dökkan og djúsí fíling þannig að við völdum dökkgráan fallegan lit á veggina. Svo ákváðum við hreinlega að mála skáphurðirnar líka til að láta þær í raun og veru hverfa.“ Hægt er að horfa á þriðja þátt af Skreytum hús í spilaranum hér fyrir neðan og verður hann einnig aðgengilegur á Stöð 2 Maraþon. Klippa: Skreytum hús - Hjónaherbergið gert rómó og kósý „Það þarf oft bara eitthvað eitt sem er að heilla mann sem ýtir manni svolítið áfram,“ segir Soffía um fyrsta skrefið. Þetta geta verið gardínur, púði eða annað sem kemur hugmyndavinnunni af stað áður en farið er að stað í breytingar. Svona var herbergið fyrir breytingarnar.Skreytum hús Mikilvæg mubla Svefnherbergið var nógu stórt til að hægt væri að kaupa stærra hjónarúm og varð dökkgrár flauels rúmgafl fyrir valinu. „Persónulega finnst mér hreinlega að það ætti að vera í lögum að hafa rúmgafla á öllum rúmum, sérstaklega í hjónaherbergjum. Þetta eru ekki mörg húsgögn sem að fara inn í þessi rými og þetta er svo mikilvæg mubla,“ segir Soffía. Hún ráðlagði Ásdísi að taka ekki eins náttborð báðu megin svo þær völdu tvö mismunandi náttborð. Nýja rúmið áður en gaflinn var settur á og eftir að hann hafði verið festur upp. Soffíu finnst að öll hjónarúm ættu að hafa fallegan höfðagafl.Skreytum hús Ramminn á rúminu var einnig klæddur með flauelsefni og það sama má segja um loftljósið og borðlampana sem Ásdís Valdi. „Borðlamparnir geta hreinlega verið eins og skart inn í herbergið.“ Skáparnir fyrir og eftir. Með því að mála þá alveg í sama gráa lit og veggirnir, féllu þeir meira inn í.Skreytum hús Gardínurnar gefa mýkt Þar sem fæturnir á rúminu voru krómaðir ákvað Soffía að láta sprauta þær svartar, þar sem litavalið fyrir herbergið var svart, grátt, gyllt og bleikt „Sjálf er ég ekki hrifin af því að setja mikið af fjölskyldumyndum því við viljum ekkert hafa ömmu og afa með okkur inni í hjónaherberginu.“ Herbergið eftir breytingarSkreytum hús Soffía segir mikilvægt að setja fallegar gardínur í svefnherbergið til að fá enn meiri mýkt. Flauelsbekkur, skrautmunir, spegil og púðar settu svo mikinn svip á herbergið. „Það er rosalega gott að hugsa þetta líka í þristum. Ef við erum með þrennt af einhverju þá erum við rosa góð.“ Spegill á móti glugganum endurkastar birtunni.Skreytum hús Í lok þáttar sýndi hún líka sniðuga leið til að fá lengri gardínustangir með því að festa tvær stangir saman. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar, fullt af flottum myndum af hverju smáatriði og lista yfir þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Frekari upplýsingar má finna á síðunni Skreytum hús.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon.
Tíska og hönnun Skreytum hús Hús og heimili Tengdar fréttir Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15 Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. Útkoman var svo flott að allir viðstaddir táruðust. 17. nóvember 2020 09:15
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30
Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35