Fær fullar bætur sex árum eftir alvarlegt bílslys á Gullinbrú Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2020 16:40 Frá slysstað 14. október 2014. Vísir Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Gullinbrú fyrir sex árum fær fullar bætur úr slysatryggingu frá tryggingafélagi sínu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Tryggingafélagið vildi skerða eða fella niður bæturnar vegna þess að maðurinn ók of hratt þegar slysið varð. Slysið átti sér stað 14. október árið 2014 við Gullinbrú í Reykjavík. Maðurinn var þá sautján ára gamall og hafði fengið ökuréttindi sín daginn áður. Hann missti stjórn á ökutækinu er hann ók á hægri akrein norður Gullinbrú með þeim afleiðingum að bifreiðin fór yfir kantstein, upp á graskant og hljóðmön sem er við veginn, fór í loftkasti fram af hljóðmöninni þar sem hún endaði nokkru norðar, kastaðist þaðan yfir á ljósastaur, síðan á tímatöflustaur við biðskýli strætisvagna, þá á biðskýlið, og þaðan yfir á akbrautina á ný þar sem bifreiðin stöðvaðist á hvolfi á vinstri akrein. Samkvæmt mælingum lögreglu voru um 12,70 metrar frá þeim stað sem sjáanleg hjólför á hljóðmöninni enduðu og þangað sem þau sáust á ný við ljósastaurinn. Maðurinn hlaut alvarlega áverka í slysinu, meðal annars heilablæðingu, höfuðkúpubrot, andlitsbrot og brot á báðum framhandleggsbeinum í hægri framhandlegg. Hann var um tíma í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti á Landspítalanum og víðar og sótt endurhæfingu á Reykjalundi. Í dómnum kemur fram að hann hefur verið metinn til fulls örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun vegna afleiðinga slyssins og hvorki getað unnið né lagt stund á nám eftir það. Talinn hafa ekið á 105 km/klst Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag mannsins, tilkynnti honum að til greina kæmi að skerða eða fella niður bótarétt hans í júlí árið 2015. Vísaði félagið til þess að bíltæknirannsókn hefði leitt í ljós vísbendingar um að rekja mætti slysið til hraðaksturs mannsins. Tveimur árum síðar ákvað félagið að skerða bætur mannsins um helming þar sem rannsókn lögreglunnar benti til þess að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 105 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var sextíu kílómetrar á klukkustund. Taldi Vátryggingafélagið að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við akstur bifreiðarinnar og ætti því ekki rétt á fullum bótum. Maðurinn tók við bótunum með fyrirvara við að hann hefði sýnt af sér gáleysi og niðurstöður matsgerðar um að varnaleg örorka hans væri 60%. Við rekstur málsins fyrir héraðsdómi lögðu matsmenn mat á áætlaðan hraða bílsins. Þeir töldu ekki hægt að slá því föstu að bílnum hefði verið ekið á meira en 95 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir að málið var höfðað féllst tryggingafélagið á að greiða manninum á grundvelli þess að hann hefði 75% varanlega örorku eftir slysið. Vísað til alvarleika tjónsins og reynsluleysis Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að tryggingafélaginu væri ekki stætt á að skerða bæturnar til mannsins jafnvel þó að hann teljist hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi með aksturslagi sínu. Vísaði dómurinn meðal annars til þess að maðurinn hafi verið ungur að árum og reynslulítill ökumaður. Varanlegt líkamstjón hans sé gríðarlega mikið og það komi í veg fyrir að hann stundi frekara nám eða vinnu sem nokkru nemi. Það hafi einnig víðtæk áhrif á aflahæfi hans og lífsgæði almennt. Viðurkenndi dómurinn fulla og óskerta bótaskyldu úr slysatryggingu ökumannsins. Vátryggingafélagið þarf auk þess að greiða 3,9 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð. Maðurinn sem sótti málið fékk gjafsókn og greiðir ríkissjóður 2,3 milljónir króna í kostnað. Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Gullinbrú fyrir sex árum fær fullar bætur úr slysatryggingu frá tryggingafélagi sínu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Tryggingafélagið vildi skerða eða fella niður bæturnar vegna þess að maðurinn ók of hratt þegar slysið varð. Slysið átti sér stað 14. október árið 2014 við Gullinbrú í Reykjavík. Maðurinn var þá sautján ára gamall og hafði fengið ökuréttindi sín daginn áður. Hann missti stjórn á ökutækinu er hann ók á hægri akrein norður Gullinbrú með þeim afleiðingum að bifreiðin fór yfir kantstein, upp á graskant og hljóðmön sem er við veginn, fór í loftkasti fram af hljóðmöninni þar sem hún endaði nokkru norðar, kastaðist þaðan yfir á ljósastaur, síðan á tímatöflustaur við biðskýli strætisvagna, þá á biðskýlið, og þaðan yfir á akbrautina á ný þar sem bifreiðin stöðvaðist á hvolfi á vinstri akrein. Samkvæmt mælingum lögreglu voru um 12,70 metrar frá þeim stað sem sjáanleg hjólför á hljóðmöninni enduðu og þangað sem þau sáust á ný við ljósastaurinn. Maðurinn hlaut alvarlega áverka í slysinu, meðal annars heilablæðingu, höfuðkúpubrot, andlitsbrot og brot á báðum framhandleggsbeinum í hægri framhandlegg. Hann var um tíma í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala. Hann hefur síðan verið í reglulegu eftirliti á Landspítalanum og víðar og sótt endurhæfingu á Reykjalundi. Í dómnum kemur fram að hann hefur verið metinn til fulls örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun vegna afleiðinga slyssins og hvorki getað unnið né lagt stund á nám eftir það. Talinn hafa ekið á 105 km/klst Vátryggingafélag Íslands, tryggingafélag mannsins, tilkynnti honum að til greina kæmi að skerða eða fella niður bótarétt hans í júlí árið 2015. Vísaði félagið til þess að bíltæknirannsókn hefði leitt í ljós vísbendingar um að rekja mætti slysið til hraðaksturs mannsins. Tveimur árum síðar ákvað félagið að skerða bætur mannsins um helming þar sem rannsókn lögreglunnar benti til þess að maðurinn hefði ekið bíl sínum á 105 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var sextíu kílómetrar á klukkustund. Taldi Vátryggingafélagið að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við akstur bifreiðarinnar og ætti því ekki rétt á fullum bótum. Maðurinn tók við bótunum með fyrirvara við að hann hefði sýnt af sér gáleysi og niðurstöður matsgerðar um að varnaleg örorka hans væri 60%. Við rekstur málsins fyrir héraðsdómi lögðu matsmenn mat á áætlaðan hraða bílsins. Þeir töldu ekki hægt að slá því föstu að bílnum hefði verið ekið á meira en 95 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir að málið var höfðað féllst tryggingafélagið á að greiða manninum á grundvelli þess að hann hefði 75% varanlega örorku eftir slysið. Vísað til alvarleika tjónsins og reynsluleysis Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að tryggingafélaginu væri ekki stætt á að skerða bæturnar til mannsins jafnvel þó að hann teljist hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi með aksturslagi sínu. Vísaði dómurinn meðal annars til þess að maðurinn hafi verið ungur að árum og reynslulítill ökumaður. Varanlegt líkamstjón hans sé gríðarlega mikið og það komi í veg fyrir að hann stundi frekara nám eða vinnu sem nokkru nemi. Það hafi einnig víðtæk áhrif á aflahæfi hans og lífsgæði almennt. Viðurkenndi dómurinn fulla og óskerta bótaskyldu úr slysatryggingu ökumannsins. Vátryggingafélagið þarf auk þess að greiða 3,9 milljónir króna í málskostnað sem renna í ríkissjóð. Maðurinn sem sótti málið fékk gjafsókn og greiðir ríkissjóður 2,3 milljónir króna í kostnað.
Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira