Gummi Tóta um möguleikana með landsliðinu: Klár í að hjálpa innan vallar sem utan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 23:01 Guðmundur í leik gegn Montreal Impact á tímabilinu. Ira L. Black/Getty Images Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu
Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira