Dæmdur fyrir fimm milljóna króna þjófnaðinn í Gulli og silfri Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2020 14:07 Maðurinn braust inn í verslun Gulls og silfurs 14. september síðastliðinn. Braut hann rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og stal skartgripum að verðmæti 5,2 milljónum króna. vísir Rúmenskur karlmaður hefur reynst nokkuð stórtækur í þjófnaði undanfarna mánuði. Hann hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi en hann lét meðal annars greipar sópa í Gull og silfri á Laugavegi í september og hafði á brott skartgripi að verðmæti fimm milljónir króna. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24