Þriðjungur greindra smita í þriðju bylgju tengist þremur hópsýkingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 07:00 Irishman Pub er einn þeirra staða sem tengist hópsýkingum sem komið hafa upp í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Um 2.900 manns hafa greinst smitaðir í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þriðjung smitanna má rekja til þriggja stórra hópsýkinga á höfuðborgarsvæðinu. Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira
Um 420 smit hafa verið rakin beint eða óbeint til Hnefaleikafélags Kópavogs þar sem upp kom hópsýking í byrjun október. 84 smit hafa verið rakin beint til sýkingarinnar en hin rúmlega 300 smitin óbeint. Inni í heildartölunni eru fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis á vinnustöðum, í skólum, leikskólum, líkamsrækt og svo framvegis. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. Í svarinu kemur jafnframt fram að rekja megi um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september og tengd er skemmtistöðunum Irishman Pub og Brewdog. Þá hafa um 350 smit, að þessum sjötíu meðtöldum, verið rakin beint eða óbeint til þeirrar hópsýkingarinnar. Líkt og í tilfelli sýkingarinnar hjá Hnefaleikafélaginu eru inni í þeirri tölu fleiri smáar hópsýkingar, til dæmis í skólum, leikskólum, líkamsrækt og á vinnustöðvum. Langflestir greinst með „bláu veiruna“ Um 770 smit má því rekja til þessara tveggja stóru hópsýkinga í þriðju bylgju faraldursins. Þá er ótalin hópsýkingin á Landakoti en greint hefur verið frá því að rekja megi um 200 smit til þeirrar sýkingar. Alls hafa um 2.900 einstaklingar greinst með Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins. Um þriðjung smitanna má því rekja beint eða óbeint til fyrrnefndra hópsýkinga. Greint hefur verið frá því að þriðja bylgjan sé að megninu til borin upp af veirustofni sem fengið hefur bláan lit hjá smitrakningateymi almannavarna. Stofninn hefur því verið kölluð „bláa veiran“ en einnig „franska veiran“ þar sem afbrigðið greindist fyrst hjá tveimur frönskum ferðamönnum sem komu hingað til lands um miðjan ágúst. Vísir beindi þeirri spurningu til almannavarna hvenær ferðamennirnir komu nákvæmlega til landsins og hvenær þeir greindust með veiruna. Reynt var að fá fram með spurningunni hvort þeir hafi greinst við fyrri skimun á landamærum eða þá seinni, það er ef þeir voru að koma frá áhættusvæðum þar sem krafist var tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Slíkar reglur tóku gildi 31. júlí. Ekki hægt að fullyrða að veiran hafi komið með ferðamönnunum Í svari almannavarna segir að ekki sé hægt að fullyrða að veirustofninn hafi komið til landsins með þessum tilteknu ferðamönnum. Þannig sé ekki hægt að útiloka að hann hafi borist hingað til lands með öðrum. Þá hefur einnig komið fram að ferðamennirnir hafi ekki fylgt sóttvarnaráðstöfunum til hins ítrasta en brotið hafi ekki verið það alvarlegt að ástæða hafi verið til að sekta þá. Vísir spurði út í það í hverju nákvæmlega sóttvarnabrot ferðamannanna fólst. „Eins og greint hefur verið frá áður höfðu ferðamennirnir verið á ferðinni og ekki farið eftir sóttvarnarleiðbeiningum til fulls. Málið var unnið í samvinnu við ferðamennina með leiðbeiningum sem þau skildu ekki,“ segir í svari almannavarna. Af þeim 2.900 einstaklingum sem greinst hafa með Covid-19 í þriðju bylgjunni hafa 2.400 þeirra greinst með „bláu veiruna“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira