Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 11:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. „Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þessar tölur eins og þær hafa verið að birtast undanfarna daga vekja upp miklar áhyggjur af því að faraldurinn sé aftur að fara að blossa upp og við höfum séð og það gefur tilefni til að hafa áhyggjur af því að hann sé jafnvel að fara upp í veldisvöxt aftur og það byggir einkum á þeim fjölda sem er að greinast utan sóttkvíar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Ekki er verið að greina neina nýja stofna veirunnar heldur er um að ræða þrjá sömu stofnana og undanfarið. „Við erum ekki að sjá neina nýja stofna í þessu sem hafa lekið inn um landamærin þannig að landamæraskimunin og aðgerðir á landamærum eru að halda og hafa sannað gildi sitt,“ segir Þórólfur. Hvetur alla til að stilla sig og taka því rólega Hann segir að rekja megi þau tilfelli sem greinst hafa undanfarna daga til samkomuhalds þar sem fólk er að hittast bæði innan og utan fjölskyldna. „Það er það sem er við höfum verið að vara við og höfum miklar áhyggjur af á þessum tíma sérstaklega,“ segir Þórólfur en fyrsti sunnudagur í aðventu er um helgina. Hann hvetur alla til að stilla sig, reyna að halda sig sem mest út af fyrir sig og reyna að taka því rólega. „Annars missum við þetta aftur bara út í mikinn vöxt áður en við vitum af. Hvað varðar mínar tillögur var ég búinn að skila tillögum til ráðherra en þær byggðust á öðrum tölum en við erum að sjá núna. Eins og ég hef oft sagt þá breyttist þetta mjög hratt frá degi til dags þannig að ég mun líklega ef hlutirnir halda svona áfram að endurskoða mínar tillögur núna um helgina,“ segir Þórólfur. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta þriðjudegi. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt aða slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis. Aðspurður hversu langan gildistíma hann muni setja á tillögur sínar ef það kemur til þess að hann skili inn nýjum tillögum kveðst Þórólfur ekki tilbúinn til að tjá sig um það. Það verði að koma í ljós. „En maður var náttúrulega að gera sér vonir um það, þegar þetta stefndi allt í rétta átt og virtist allt vera að fara á rétta veginn að það væri jafnvel hægt að koma með tillögur sem myndu gilda lengur en það er bara þannig að fyrirsjáanleikinn í þessu er mjög lítill og það sem maður heldur í dag er kannski horfið á morgun,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira