Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 14:01 Hannes S. Jónsson afhendir Hlyni Bæringssyni, fyrirliða Stjörnunnar, deildarmeistarabikarinn á síðasta ári. vísir/bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. „Þetta eru hrein og klár vonbrigði. Ég geri mér alveg grein fyrir að við eigum í þessari baráttu við veiruna eins og nánast allt þetta ár. Við í íþróttahreyfingunni höfum svo sannarlega unnið mjög vel með heilbrigðisyfirvöldum og öllum þeim sem að þessu koma,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „En það er alveg ljóst að við verðum að fá að æfa. Við höfum rætt þetta í nokkrar vikur. Og þrátt fyrir allt, og smá aukningu í smitum sem að sjálfsögðu alvarlegt, getum við og treystum okkur til að geta mætt í íþróttahúsin og æft undir ströngum sóttvarnareglum sem við höfum búið til. Þetta eru mikil vonbrigði og maður er pínu reiður og svekktur að afreksfólkið og krakkarnir okkar fái ekki að æfa.“ Eru tilbúin að leggja enn meira á sig til að fá að æfa Hannes segir að hljóðið í körfuboltahreyfingunni sé ekki gott og hafi ekki batnað eftir tíðindi dagsins. „Hljóðið er þungt. Það vita allir hvernig fór á síðasta tímabili þegar við þurftum að slaufa því. Núna erum við með tímabil númer tvö sem hefur varla farið af stað. Það eru lið sem hafa varla spilað. Hljóðið í okkur er þungt. Við erum svekkt og nú þurfum við að setjast yfir þetta. Að sjálfsögðu langar okkur að spila eins fljótt og við getum en númer eitt þurfa leikmennirnir og liðin okkar að fá að æfa. Við þurfum að fá að æfa og þá getum við byrjað að keppa,“ sagði Hannes. „Allir í kringum körfuboltann eru tilbúnir að leggja enn meira á sig til að fá fáum að æfa. Þau hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði og staðið sig þrusu vel í sóttvörnum. Þau eru til í þetta áfram.“ Klippa: Formaður KKÍ vonsvikinn Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Þetta eru hrein og klár vonbrigði. Ég geri mér alveg grein fyrir að við eigum í þessari baráttu við veiruna eins og nánast allt þetta ár. Við í íþróttahreyfingunni höfum svo sannarlega unnið mjög vel með heilbrigðisyfirvöldum og öllum þeim sem að þessu koma,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „En það er alveg ljóst að við verðum að fá að æfa. Við höfum rætt þetta í nokkrar vikur. Og þrátt fyrir allt, og smá aukningu í smitum sem að sjálfsögðu alvarlegt, getum við og treystum okkur til að geta mætt í íþróttahúsin og æft undir ströngum sóttvarnareglum sem við höfum búið til. Þetta eru mikil vonbrigði og maður er pínu reiður og svekktur að afreksfólkið og krakkarnir okkar fái ekki að æfa.“ Eru tilbúin að leggja enn meira á sig til að fá að æfa Hannes segir að hljóðið í körfuboltahreyfingunni sé ekki gott og hafi ekki batnað eftir tíðindi dagsins. „Hljóðið er þungt. Það vita allir hvernig fór á síðasta tímabili þegar við þurftum að slaufa því. Núna erum við með tímabil númer tvö sem hefur varla farið af stað. Það eru lið sem hafa varla spilað. Hljóðið í okkur er þungt. Við erum svekkt og nú þurfum við að setjast yfir þetta. Að sjálfsögðu langar okkur að spila eins fljótt og við getum en númer eitt þurfa leikmennirnir og liðin okkar að fá að æfa. Við þurfum að fá að æfa og þá getum við byrjað að keppa,“ sagði Hannes. „Allir í kringum körfuboltann eru tilbúnir að leggja enn meira á sig til að fá fáum að æfa. Þau hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði og staðið sig þrusu vel í sóttvörnum. Þau eru til í þetta áfram.“ Klippa: Formaður KKÍ vonsvikinn
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira