Ábyrg stjórnvöld lagfæra annmarka, segir Katrín um dóm MDE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 18:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er skýr um að málsmeðferð við skipan nýrra dómara við Landsrétt árið 2017 var ekki í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í færslu sem hún birti á Facebook fyrir stundu. Forsætisráðherra segir ómögulegt að breyta hinu liðna en að draga eigi lærdóm af málinu til framtíðar. „Þáverandi dómsmálaráðherra framkvæmdi ekki sjálfstæða rannsókn á þeim fjórum umsækjendum sem hún ákvað að skipa sem ekki voru í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfisnefnd mat hæfasta. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í nefndaráliti minnihlutans á þeim tíma sem ég mælti fyrir. Þau varnaðarorð sem ég mælti fyrir hafa síðan ræst í dómum héraðsdóms og Hæstaréttar og nú síðast í dómi undir- og yfirdeildar Mannréttindadómstólsins,“ segir Katrín. „Í álitinu var bent á að ráðherra hefði ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum og ekki virt andmælarétt. Ennfremur að ekki hefði verið vandað nægjanlega til verka í meðferð þingsins og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði fengið óhóflega skamman tíma til skoðunar máls sem væri grundvallarmál og varðaði skipun nýs dómstóls sem falið væri mikilvægt hlutverk í dómskerfi landsins. Við í minnihlutanum lögðum til að málinu yrði frestað til að ráðherra gæfist kostur á að bæta úr ágöllum á málsmeðferð sinni en því var hafnað.“ Viðbrögð forsætisráðherra eru nokkuð önnur en Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem bæði hafa gert lítið úr mikilvægi dómsins og þeim lærdómum sem má draga af honum. „Mannréttindadómstóll Evrópu gegnir því veigamkila hlutverki að skera úr um það hvort að aðildarríki fylgi skuldbindingum sáttmálans um mannréttindi. Þegar dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd eða löggjöf hér á landi sé í ósamræmi við þessar skuldbindingar höfum við brugðist við með því að greina viðkomandi dóm og lagfæra annmarka til framtíðar litið. Þannig haga ábyrg stjórnvöld sér,“ segir Katrín.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir „Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20 Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Hentar ekki málstað sumra að ræða málefnalega um niðurstöðuna“ Í „pólitískum átökum“ um skipan Landsréttar gleymist oft að ræða hið eiginlega mál sem sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm um í dag. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook. 1. desember 2020 21:20
Sigríður segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir Mannréttindadómstólinn sýna Alþingi ótrúlega óvirðingu með dómi sínum í dag varðandi skipan dómara í Landsrétt. En dómurinn gagnrýnir hana og Alþingi fyrir hvernig staðið var að skipan dómaranna fimmtán. 1. desember 2020 19:20