Flúðu á Hverfisgötu undan myglu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 23:45 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Samtökin ’78 hafa flutt skrifstofu sína í húsnæði á Hverfisgötu 39 vegna myglu sem fannst í húsakynnum Samtakanna við Suðurgötu. Frá þessu greina samtökin á Facebook í dag. „Eins og formaður Samtakanna ’78 tilkynnti á félagsfundi nýverið þá fannst mygla í húsakynnum Samtakanna ’78 í Suðurgötu 3 sem getur haft skaðleg áhrif á starfsfólk sem er í átta tíma á dag, fimm sinnum í viku inni á skrifstofu,“ segir í tilkynningu Samtakanna í dag. Nú sé leitað leiða til að losna við mygluna. Þá muni ráðgjafaþjónusta Samtakanna einnig flytja tímabundið í upphafi nýs árs. „Við látum engan bilbug á okkur finna og munum vinna hörðum höndum að öllum góðum verkum héðan frá Hverfisgötu, að minnsta kosti í bili.“ Skrifstofa Samtakanna 78 hefur nú tímabundið flutt yfir á Hverfisgötu, nánar tiltekið Hverfisgötu 39 í bakhúsi hjá...Posted by Samtökin '78 on Föstudagur, 4. desember 2020 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna og einn starfsmaður skrifstofunnar sem nú er flutt, segir í samtali við Vísi að starfsfólkið hafi byrjað að finna fyrir einkennum sem líktust veikindum af völdum myglu. Verkfræðistofan EFLA hafi í kjölfarið verið fengin til að kanna málið og fundið myglu í húsinu. Daníel segir þó að myglan hafi ekki talist skæð og að enginn á skrifstofunni hafi orðið alvarlega veikur. Áfram fari fram fundir og ráðgjafaþjónusta í húsnæðinu við Suðurgötu og reynt verði að ráðast í hreinsunarframkvæmdir á nýju ári. Húsnæði Samtakanna við Suðurgötu 3.Vísir/Egill Samtökin leigja rýmið á Hverfisgötu sem nú hýsir skrifstofuna af ferðaskrifstofunni Pink Iceland. „Þau eru alveg frábær. Rýmið hefur verið lítið notað síðustu mánuði en þau gerðu þetta yndislegt og fínt fyrir okkur,“ segir Daníel. Hinsegin Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Eins og formaður Samtakanna ’78 tilkynnti á félagsfundi nýverið þá fannst mygla í húsakynnum Samtakanna ’78 í Suðurgötu 3 sem getur haft skaðleg áhrif á starfsfólk sem er í átta tíma á dag, fimm sinnum í viku inni á skrifstofu,“ segir í tilkynningu Samtakanna í dag. Nú sé leitað leiða til að losna við mygluna. Þá muni ráðgjafaþjónusta Samtakanna einnig flytja tímabundið í upphafi nýs árs. „Við látum engan bilbug á okkur finna og munum vinna hörðum höndum að öllum góðum verkum héðan frá Hverfisgötu, að minnsta kosti í bili.“ Skrifstofa Samtakanna 78 hefur nú tímabundið flutt yfir á Hverfisgötu, nánar tiltekið Hverfisgötu 39 í bakhúsi hjá...Posted by Samtökin '78 on Föstudagur, 4. desember 2020 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna og einn starfsmaður skrifstofunnar sem nú er flutt, segir í samtali við Vísi að starfsfólkið hafi byrjað að finna fyrir einkennum sem líktust veikindum af völdum myglu. Verkfræðistofan EFLA hafi í kjölfarið verið fengin til að kanna málið og fundið myglu í húsinu. Daníel segir þó að myglan hafi ekki talist skæð og að enginn á skrifstofunni hafi orðið alvarlega veikur. Áfram fari fram fundir og ráðgjafaþjónusta í húsnæðinu við Suðurgötu og reynt verði að ráðast í hreinsunarframkvæmdir á nýju ári. Húsnæði Samtakanna við Suðurgötu 3.Vísir/Egill Samtökin leigja rýmið á Hverfisgötu sem nú hýsir skrifstofuna af ferðaskrifstofunni Pink Iceland. „Þau eru alveg frábær. Rýmið hefur verið lítið notað síðustu mánuði en þau gerðu þetta yndislegt og fínt fyrir okkur,“ segir Daníel.
Hinsegin Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira