Skoðun

Þegar bíla­tölvan segir nei, líka við grænum lausnum

Bergur Þorri Benjamínsson skrifar

Félagsmálaráðherra sýndi snilldar takta í sumar þegar hann hækkaði með stuðningi fjármálaráðherra bifreiðakaupastyrki á sérútbúnum og dýrum bifreiðum verulega, en þær höfðu hækkað mikið í verði vegna Covid kreppunnar.

Um styrkveitingar vegna á sérútbúnum og dýrum bifreiðum gildir reglugerð félagsmálaráðherra en umsjón með umsóknum og úthlutun fjármuna er á hendi TR. Umsjón með umsóknum og úthlutun hjálpartækja er hins vegar á hendi Sjúkratrygginga í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra.

Þessar reglur hafa það að markmiði að aðstoða hinn hreyfihamlaða í því að komast sinn veg og er það vel. Þær eru hins vegar ekki fullkominn frekar en önnur mannanna verk.

Þessar reglur gera ráð fyrir að settar séu stórar og miklar lyftur ýmist í undirvagn bifreiðarinnar eða í skott hennar.

Breyttur bíll.Aðsend/Sigtryggur Ari

Nú ber svo við að til eru ódýrari og einfaldari lausnir sem geta í einhverjum tilfellum komið í stað þessara dýru lausna en þær má ekki setja í þessar stóru bifreiðar. Þar segir reglugerðin nei.

Á þessu ári eru líka að koma á markað „grænir“ bílar, rafmagnsbílar sem falla í þann flokk að geta verið sérútbúnir. Í þá er hins vegar ekki hægt að fá lyftur þar sem þeir eru það nýir að ekki er búið að þróa festingar sem passa og votta af bílaframleiðandanum.

En hverju þarf að breyta ? Jú reglunum.

Verð á búnaði getur verið mjög mismunandi. Frá nokkur hundruð þúsund upp í margar milljónir.

Algengt verð á lyftu í bíl er um 2,5 milljónir. Hægt er að fá búnað sem hjálpar einstaklingi í sæti en tekur hjólastólinn sér fyrir 1,5. Hver vill ekki spara 1 milljón á einstakling með félagsmálaráðherra ?

Örugglega fjármálaráðherra.

Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×