Fíkn ekki leyst með lagasetningu Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2020 14:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda. Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi. Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Spilakassafíklar sögðu sögu sína í fréttaskýringaþættinum Kompás nýverið. Sögðust þeir finna fyrir miklum létti að spilasalir væru lokaðir í samkomubanninu vegna kórónuveirufaraldursins. Áslaug Arna segir ekki koma til greina að halda þeim lokuðum til frambúðar. „Við erum með mjög takmarkaðar reglur í kringum þessa starfsemi þar sem bara ákveðnir aðilar geta hagnast á þessari starfsemi. Ég hef ekki í hyggju að breyta því. Ég held að við lögum ekki fíkn með lagasetningu heldur með öðrum hætti. Við eigum auðvitað að grípa þá sem eru með spilafíkn og hjálpa þeim,“ segir Áslaug Arna. Háskóli Íslands, Rauði krossinn og íþróttafélög fjármagna sig með tekjum af happdrætti. Áslaug segir að ef slíkar stofnanir eða félög vilji hætta að fjármagna starfsemina sína með happdrætti sé það í þeirra valdi að gera það. Spilakort hafa verið innleidd víða á Norðurlöndunum en með þeim er ætlunin að spilarar geti sett sér mörk. Áslaug segir innleiðingu slíkra korta til skoðunar. „Það er eitthvað sem við höfum skoðað og augljóst að skoða þarf þessa umræðu í heild sinni með tilliti til spilafíknar. En líka auðvitað það að halda fjármunum innanlands. Ég er ekki viss um að þó við myndum fara þá leið að banna allt happdrætti á Íslandi þá er ég viss um að það myndi leita annað og þeir fjármunir renna úr landi í staðinn fyrir að nýta þá í uppbyggileg málefni eins og við höfum stefnt að með þeim lögum sem eru í gildi,“ segir Áslaug. Mesta nýliðunin er í netspilun en Áslaug segir þau mál hafa ratað á sitt borð frá aðilum hér á landi sem reka nú þegar spilakassa sem vilja fá leyfi til að vera með netspil. „Það er eitthvað sem þarf að skoða en það þarf að gerast í samráði við alla aðila og með yfirveguðum hætti því þetta er viðkvæmt mál.“ Hún hefur hug á að koma á fót starfshópi um happdrættismál til að skoða þau vítt breitt, en það muni taka tíma og býst Áslaug ekki við að ná því á þessu þingi.
Kompás Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Fíkn Tengdar fréttir Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00 „Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum. 9. desember 2020 21:00
„Bið til guðs að þeir opni ekki aftur“ Flestir spilafíklar eru með fíkn í spilakassa. Þeir hafa verið lokaðir í samkomubanni. Heitasta ósk þriggja viðmælenda Kompáss er að kassarnir verði ekki opnaðir aftur. 1. desember 2020 07:01