Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 18:08 Mikil aðsókn var í Vesturbæjarlaug í morgun. Vísir/Vilhelm Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. „Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Við opnuðum klukkan hálf sjö í morgun og það fór rólega af stað. Það var samt töluvert af gestum en í venjulegu árferði og þegar komið er fram í miðjan desember þá er farið að draga aðeins úr aðsókn þannig að þetta fer rólega af stað. En samt, það hefur gengið vel á öllum stöðum,“ sagði Steinþór þegar hann ræddi sundlaugamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki vita hversu margir hafi mætt í sund í Reykjavík í dag. „Það voru biðraðir í morgun við staðina en síðan hefur gengið alveg ágætlega og það er auðvitað enn í gangi skólasund og annað þannig að þau eru ekki talin inn í þessa takmörkun, grunnskólabörnin, en það hefur allt gengið vel. Það var ekki eins og var þegar við opnuðum um miðjan maí,“ segir Steinþór. Snjalllausnir koma til greina Einhverjar laugar hafa tekið upp á því að sýna á netinu í rauntíma hve margir séu ofan í lauginni. Steinþór segir hafa komið til greina að innleiða slíkt kerfi í sundlaugum Reykjavíkur. „Það er hluti af ýmsum snjalllausnum sem verið er að taka í notkun í Reykjavíkurborg. Það er ekki í sundlaugunum okkar núna eins og er og við teljum enn handvirkt ofan í laugarnar en það er ekki hægt að sjá það, ekki eins og staðan er í dag. Það geta alveg komið tímar að við getum ekki tekið við öllum. Svo er það líka þannig þegar takmörk eru að við viljum að fólk passi upp á tvo metrana og að menn hafi grímunotkun í huga. Manni fannst það í laugunum í morgun, og manni fannst það bara almennt, að grímunotkun var í gangi. Við höfum lagt áherslu á það að fólk haldi þessu bili og fólk sýni tillitssemi,“ segir Steinþór. Aukin þrif og sóttvarnir í fyrirrúmi Ekki er grímuskylda í gildi í sundlaugunum en Steinþór segir grímuskylduna orðna almenna og fólk noti grímurnar þegar það kemur inn í almenningsrými en taki þær svo niður þegar það fer inn í búningsklefa. „Það er ekki að fara með grímurnar í pottana. En ef fólk er ekki með grímur eru til sölu grímur í laugunum. Þannig að við leggjum áherslu á það að verið sé að fara eftir öllum þeim fyrirmælum sem okkur ber að fara eftir. Við erum þakklát fyrir að geta opnað og þess vegna viljum við að allir taki tillit hver til annars,“ segir hann. Hann segir að vel sé hugað að sóttvörnum inni í búningsklefum, þar sem sameiginlegir snertifletir eru margir. Þrif hafi verið aukin á öllum snertiflötum. Víðast hvar hafa hlutir einnig verið teknir úr umferð sem líklegir eru til að margir komi við, eins og hárþurrkur og aðrir sameiginlegir hlutir. Þá hafi sprittbrúsum verið komið fyrir víðs vegar um laugarsvæðin. Hægt er að hlusta á viðtali við Steinþór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Tengdar fréttir Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Frumflutti nýtt jólalag á bakka Vesturbæjarlaugar Lalli töframaður var með uppákomu á sundlaugarbakka Vesturbæjarlaugar í hádeginu. Í tilefni að opnun lauganna flutti hann fyrir sundlaugargesti lagið Jólasund af nýútkominni jólaplötu sinni, Gleðilega hátíð. Myndband af uppákomunni má finna hér neðar í fréttinni. 10. desember 2020 14:56
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. 10. desember 2020 07:11
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48