Frumvarpið komi ekki alfarið í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. desember 2020 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverifs- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi á Akureyri segir alvarlegt ef lög um miðhálendisþjóðgarð komi í veg fyrir orkunýtingu á hálendinu. Umhverfisráðherra segir ekki rétt að frumvarpið komi alfarið í veg fyrir orkunýtingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Þórir Garðarsson, forstjóri GrayLine og Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og stjórnarformaður Norðurorku, ræddu frumvarp um stofnun hálendisþjóðgarðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ingibjörg hefur efasemdir um frumvarpið. Meðal annars þurfi að hennar mati að huga betur að þörfinni fyrir orkunýtingu til framtíðar. „Ég skil þetta sem svo að allt hálendið verði sett í mjög strangan verndarflokk, landsvæði sem í raun og veru er sameign þjóðarinnar. Þetta er ekki sagt í frumvarpinu sjálfu en kemur fram í markmiðslýsingunni. Og við stofnun hálendisþjóðgarðs þá falla niður sérlög um Vatnajöklsþjóðgarðinn sem tóku mið af fjölbreyttri starfsemi og aðstæðum við stofnun þjóðgarðsins,“ sagði Ingibjörg. „Með þessu er svæðið sem er hentugast til að framleiða endurnýjanlega græna orku tekið úr sambandi og ef þú tekur orkuríkasta svæði landsins út fyrir sviga þá hlýtur maður að spyrja sig hverju er verið að fórna? Hverjar eru þarfir landsins?,“ spurði Ingibjörg. „Auk þess sem ég lít svo á að þetta takmarki bara verulega möguleika á nýtingu á gæðum hálendisins fyrir alla aðra starfsemi sem að þá lítur beint að rekstri þjóðgarðsins. Ég tel til dæmis okkur verða að virða rétt þeirra sveitarfélaga sem nú hafa skipulagsvald á svæðinu, landeigenda og svo ekki sé minnst á almenning,“ bætti hún við. Umhverfisráðherra segist ósammála því að verið sé að loka hálendinu. „Það kemur nú mjög skýrt fram í 18. grein frumvarpsins að almenningi er heimil för um þjóðgarðinn og dvöl þar,“ sagði Guðmundur Ingi. Ingibjörg ítrekaði áhyggjur sínar af takmörkunum á möguleikum orkunýtingar. „Það er verið að loka á orkunýtingu á hálendinu með þessu frumvarpi og ég tel að það sé bara mjög alvarlegt,“ sagði Ingibjörg. Þessu kvaðst ráðherra einnig ósammála. Hugmyndir sem þegar hafi komið fram um orkunýtingu komi til greina að skoða en aðrar og nýjar hugmyndir ekki. „Við klárum umfjöllun um það sem hefur komið fram en ekki meira. Þannig að það er ekki rétt að það sé verið að loka algjörlega á orkunýtingu. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir því að það sé reynt að beina henni inn á svæði sem þegar eru röskuð,“ sagði Guðmundur Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þjóðgarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira