Skoðun

Lof­orð um fast­eigna­skatta upp­fyllt

Pawel Bartoszek skrifar

Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018 lagði Viðreisn áherslu á atvinnumál. Við settum meðal annars fram loforð um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% á kjörtímabilinu. Fasteignaskattarnir voru þá lögbundnu hámarki. Eflaust hefði einhver viljað sjá skattana lækka meira en þetta var það sem við töldum að væri raunhæft.

Upprunarlegu tillögurnar gerðu ráð fyrir að lækkunin næði fram að ganga í tveimur áföngum, 1,63% árið 2021 og 1,60% árið 2022 og þannig rötuðu tillögurnar í meirihlutasáttmálann. Í ljósi ástandsins var hins vegar ákveðið að taka skrefið í heilu lagi.

Á fundi borgarstjórnar 1. desember síðastliðinn, í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun, var ákveðið á fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði skuli verða 1,60% strax á næsta ári. Það er því ánægjulegt að geta tilkynnt atvinnurekendum í Reykjavík, og öðrum, að þessi loforð úr kosningabaráttunni 2018 sem síðar rötuðu í meirihlutasáttmála flokkanna í Reykjavík hafi nú náð fram að ganga. Ári fyrr en til stóð.

Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×